Freyr um leikinn gegn Slóvakíu: Þurfum að ná takti saman Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 19:15 Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira