Stelpurnar á pari í Dalnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. september 2015 06:00 Fanndís Friðriksdóttir var mjög ógnandi í gær en hún hefur átt frábært sumar með Breiðabliki. vísir/anton Það var auðheyrt á stelpunum í viðtölum í gær að þær voru ekki sáttar með spilamennskuna í heild sinni þrátt fyrir 4-1 sigur á Slóvakíu í æfingaleik íslenska kvennalandsliðsins í gær. Spilamennska liðsins var á köflum frábær og sást greinilega að íslenska liðið var mun sterkara en þess á milli voru langir kaflar þar sem liðið datt og allur kraftur var úr sóknarleik liðsins. Byrjun fyrri og seinni hálfleiks var til fyrirmyndar og fóru kantmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir oft illa með bakverði Slóvakanna en um leið og íslenska liðið hætti hápressu virtist allur kraftur detta úr því. Kröftug innkoma Hólmfríðar var jákvæður punktur en hún skoraði tvö mörk í leiknum eftir að hafa byrjað á varamannabekknum. Hólmfríður var ánægð með sigurinn en var ekki ánægð með spilamennskuna á löngum köflum þegar Fréttablaðið ræddi við hana eftir leikinn. „Liðið byrjaði mjög vel í fyrri hálfleik en eftir það datt þetta alveg niður og það sama gerðist í seinni hálfleik. Við misstum boltann of fljótt eftir að við unnum hann og við þurfum að laga það en sigur er sigur og við skoruðum fjögur mörk. Við tökum það jákvæða úr þessu og reynum að undirbúa okkur undir leikinn á þriðjudaginn sem skiptir máli,“ sagði Hólmfríður, sem sá áhrif þess að það eru fimm mánuðir síðan landsliðið spilaði síðast saman.Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði fyrir aftan fremsta mann í gær.vísir/antonViljum allar gera betur „Það var gott að fá að spila saman og fara yfir áherslurnar, við þurfum meiri ró í leikinn til þess að halda boltanum betur. Það er svo mikill metnaður í þessum hópi, við viljum allar gera betur og við vitum allar að þetta var ekki nógu gott í dag þrátt fyrir sigurinn. Þetta var góður sigur í dag en við vitum að við getum betur.“ Margrét Lára leikur sinn 100. leik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn en hún komst á blað í 99. leiknum í gær á vítapunktinum.Hún sá líkt og Hólmfríður jákvæða punkta í leik íslenska liðsins. „Frammistaða okkar í dag var á pari fannst mér en það má gera hluti betur. Markið í upphafi leiksins hjálpaði okkur að mörgu leyti og Sandra kláraði það vel. Eftir markið fórum við hins vegar of langt frá þeim þegar við vorum að pressa á þær. Það vantaði meiri áræðni og ákveðni í að vinna boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta lagaðist í seinni hálfleik. Við þurfum að halda betur einbeitingunni í leiknum á þriðjudaginn. Íslenskt landslið getur hins vegar ekki kvartað þegar það skorar fjögur mörk og nær sigri,“ sagði Margrét Lára.vísir/antonAlltaf jafn gaman að skora Margrét Lára var að vonum sátt með að fá 73. mínútur í leiknum í gær en hún segir að sér líði vel þessa dagana eftir að hafa glímt við töluvert af meiðslum undanfarin ár. „Þessi æfingaleikur hjálpaði okkur að finna taktinn fyrir leikinn á þriðjudaginn. Ég hef, held ég, ekki spilað jafn margar mínútur fyrir landsliðið í tvö ár og það var frábært fyrir mig að koma í hópinn og komast í takt við liðið.“ sagði Margrét Lára sem bætti einu marki við markametið sitt í gær. Hún segir tilfinninguna alltaf vera jafn sæta. „Það er alltaf jafn gaman að skora, það breytist aldrei,“ sagði Margrét Lára brosandi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37 Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45 Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
Það var auðheyrt á stelpunum í viðtölum í gær að þær voru ekki sáttar með spilamennskuna í heild sinni þrátt fyrir 4-1 sigur á Slóvakíu í æfingaleik íslenska kvennalandsliðsins í gær. Spilamennska liðsins var á köflum frábær og sást greinilega að íslenska liðið var mun sterkara en þess á milli voru langir kaflar þar sem liðið datt og allur kraftur var úr sóknarleik liðsins. Byrjun fyrri og seinni hálfleiks var til fyrirmyndar og fóru kantmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir oft illa með bakverði Slóvakanna en um leið og íslenska liðið hætti hápressu virtist allur kraftur detta úr því. Kröftug innkoma Hólmfríðar var jákvæður punktur en hún skoraði tvö mörk í leiknum eftir að hafa byrjað á varamannabekknum. Hólmfríður var ánægð með sigurinn en var ekki ánægð með spilamennskuna á löngum köflum þegar Fréttablaðið ræddi við hana eftir leikinn. „Liðið byrjaði mjög vel í fyrri hálfleik en eftir það datt þetta alveg niður og það sama gerðist í seinni hálfleik. Við misstum boltann of fljótt eftir að við unnum hann og við þurfum að laga það en sigur er sigur og við skoruðum fjögur mörk. Við tökum það jákvæða úr þessu og reynum að undirbúa okkur undir leikinn á þriðjudaginn sem skiptir máli,“ sagði Hólmfríður, sem sá áhrif þess að það eru fimm mánuðir síðan landsliðið spilaði síðast saman.Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði fyrir aftan fremsta mann í gær.vísir/antonViljum allar gera betur „Það var gott að fá að spila saman og fara yfir áherslurnar, við þurfum meiri ró í leikinn til þess að halda boltanum betur. Það er svo mikill metnaður í þessum hópi, við viljum allar gera betur og við vitum allar að þetta var ekki nógu gott í dag þrátt fyrir sigurinn. Þetta var góður sigur í dag en við vitum að við getum betur.“ Margrét Lára leikur sinn 100. leik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn en hún komst á blað í 99. leiknum í gær á vítapunktinum.Hún sá líkt og Hólmfríður jákvæða punkta í leik íslenska liðsins. „Frammistaða okkar í dag var á pari fannst mér en það má gera hluti betur. Markið í upphafi leiksins hjálpaði okkur að mörgu leyti og Sandra kláraði það vel. Eftir markið fórum við hins vegar of langt frá þeim þegar við vorum að pressa á þær. Það vantaði meiri áræðni og ákveðni í að vinna boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta lagaðist í seinni hálfleik. Við þurfum að halda betur einbeitingunni í leiknum á þriðjudaginn. Íslenskt landslið getur hins vegar ekki kvartað þegar það skorar fjögur mörk og nær sigri,“ sagði Margrét Lára.vísir/antonAlltaf jafn gaman að skora Margrét Lára var að vonum sátt með að fá 73. mínútur í leiknum í gær en hún segir að sér líði vel þessa dagana eftir að hafa glímt við töluvert af meiðslum undanfarin ár. „Þessi æfingaleikur hjálpaði okkur að finna taktinn fyrir leikinn á þriðjudaginn. Ég hef, held ég, ekki spilað jafn margar mínútur fyrir landsliðið í tvö ár og það var frábært fyrir mig að koma í hópinn og komast í takt við liðið.“ sagði Margrét Lára sem bætti einu marki við markametið sitt í gær. Hún segir tilfinninguna alltaf vera jafn sæta. „Það er alltaf jafn gaman að skora, það breytist aldrei,“ sagði Margrét Lára brosandi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37 Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45 Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37
Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45
Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30