Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 22:03 Lars Lagerbäck með öðrum í starfsliði Íslands þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Vísir/Valli Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. „Mér líður auðvitað mjög vel eftir svona sigur því það er svolítið extra að ná að vinna hér í Hollandi," sagði Lars Lagerbäck. „Strákarnir spiluðu mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur auðvitað að þeir misstu mann af velli með rautt spjald en um leið urðu strákarnir svolítið passívir og þá sérstaklega í lok leiksins," sagði Lars. „Það er samt mjög góður leikur og frábært að ná að vinna Holland hér eins og við gerðum það. Þeir fengu nokkur skotfæri í lokin en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum mjög vel," sagði Lars. „Auðvitað er alltaf hægt að spila betur en ég var mjög sáttur með spilamennsku liðsins. Hollendingarnri náðu samt að halda boltanum manni færri í seinni hálfleik. Við þurftum að halda einbeitingu allan leikinn. Það er því alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Lars. „Það verður ekkert partý hjá strákunum til að fagna þessum sigri. Leikmenn eiga bara að borða og drekka rétt í kvöld til þess að ná góðri endurheimt svo að við getum klárað dæmið á sunnudaginn," sagði Lars. „Ég hef heyrt að eitt stig nægi okkur á sunnudaginn sem er vissulega mjög gott en við ætlum okkur öll þrjú stigin á móti Kasakstan," sagði Lars. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með svona sigur en við erum líka mjög sáttir með hvernig liðið hefur spilað þessa undankeppni. Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum. Þess vegna líður mér kannski enn betur en vanalega," sagði Lars að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. „Mér líður auðvitað mjög vel eftir svona sigur því það er svolítið extra að ná að vinna hér í Hollandi," sagði Lars Lagerbäck. „Strákarnir spiluðu mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur auðvitað að þeir misstu mann af velli með rautt spjald en um leið urðu strákarnir svolítið passívir og þá sérstaklega í lok leiksins," sagði Lars. „Það er samt mjög góður leikur og frábært að ná að vinna Holland hér eins og við gerðum það. Þeir fengu nokkur skotfæri í lokin en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum mjög vel," sagði Lars. „Auðvitað er alltaf hægt að spila betur en ég var mjög sáttur með spilamennsku liðsins. Hollendingarnri náðu samt að halda boltanum manni færri í seinni hálfleik. Við þurftum að halda einbeitingu allan leikinn. Það er því alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Lars. „Það verður ekkert partý hjá strákunum til að fagna þessum sigri. Leikmenn eiga bara að borða og drekka rétt í kvöld til þess að ná góðri endurheimt svo að við getum klárað dæmið á sunnudaginn," sagði Lars. „Ég hef heyrt að eitt stig nægi okkur á sunnudaginn sem er vissulega mjög gott en við ætlum okkur öll þrjú stigin á móti Kasakstan," sagði Lars. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með svona sigur en við erum líka mjög sáttir með hvernig liðið hefur spilað þessa undankeppni. Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum. Þess vegna líður mér kannski enn betur en vanalega," sagði Lars að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48
Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58
Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29