Sýrland Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 5. september 2015 11:09 Mörgum sinnum á ári dúkkar upp málefni sem yfirgnæfir alla umræðu á Íslandi. Það getur verið umræða um kaup á nýrnatæki eða hneykslunaralda vegna þess að einhver leggur ítrekað í tvö bílastæði. Þetta er ekkert séríslenskt. Svona er þetta alls staðar í heiminum hvort sem staðir eru litlir eða stórir, ríkir eða fátækir. Það er enginn eðlismunur á því hvernig umræðuefni rísa og hníga í heilu landi eða í litlu kaffisamsæti. Við erum orðin vön þessu. Það er beinlínis spilað inn á þetta. Góðum málefnum er sinnt með árveknisátökum. Það eru blásnir upp hoppukastalar eða hlaupin maraþon til að beina athyglinni í stutta stund að góðu málefni. Markmiðið er „að vekja fólk til umhugsunar“ og svo þegar það er búið þurfa hin góðu málefni að fara aftast í röðina og bíða þolinmóð eftir plássi í næstu umferð í umræðuefnahringekjunni. Ég hugleiði þetta vegna þess sem hefur verið mest í umræðunni undanfarna viku. Flóttamannaneyðin. Frá Sýrlandi streyma allir sem hafa til þess einhver ráð. Sýrland er eins og Bosnía 1993. Þar hafa hlið vítis opnast. Landið er klofið og þrír ofbeldisfullir hópar berast á banaspjótum og beita ógeðslegum aðferðum eins og efnavopnum og nauðgunum. Straumur flóttamanna mun aðeins aukast. Sumir munu deyja á landamærunum, sumir í vöruflutningalestum eða sökkvandi skipum en ekkert mun stöðva strauminn. Þetta er hið viðvarandi ástand og á sama tíma og land eins og Kanada, sem hefur langa sögu af stuðningi við flóttamenn, stígur á bremsurnar þá er sjálfssprottið íslenskt átak að vekja heimsathygli. Það eina sem ég vildi sagt hafa er að ég styð þetta átak af svo miklum móð að ég óska þess að það geri meira en að vekja fólk til umhugsunar. Ég óska þess að það öðlist meira en 15 mínútur árveknisfrægðar áður en fólk fer að hugsa um næsta mál. Höldum því á dagskrá, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og bjóða fram aðstoð og hættum ekki fyrr en samþykkt hefur verið að taka á móti margfalt fleiri flóttamönnum en upphaflega var ráðgert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Mörgum sinnum á ári dúkkar upp málefni sem yfirgnæfir alla umræðu á Íslandi. Það getur verið umræða um kaup á nýrnatæki eða hneykslunaralda vegna þess að einhver leggur ítrekað í tvö bílastæði. Þetta er ekkert séríslenskt. Svona er þetta alls staðar í heiminum hvort sem staðir eru litlir eða stórir, ríkir eða fátækir. Það er enginn eðlismunur á því hvernig umræðuefni rísa og hníga í heilu landi eða í litlu kaffisamsæti. Við erum orðin vön þessu. Það er beinlínis spilað inn á þetta. Góðum málefnum er sinnt með árveknisátökum. Það eru blásnir upp hoppukastalar eða hlaupin maraþon til að beina athyglinni í stutta stund að góðu málefni. Markmiðið er „að vekja fólk til umhugsunar“ og svo þegar það er búið þurfa hin góðu málefni að fara aftast í röðina og bíða þolinmóð eftir plássi í næstu umferð í umræðuefnahringekjunni. Ég hugleiði þetta vegna þess sem hefur verið mest í umræðunni undanfarna viku. Flóttamannaneyðin. Frá Sýrlandi streyma allir sem hafa til þess einhver ráð. Sýrland er eins og Bosnía 1993. Þar hafa hlið vítis opnast. Landið er klofið og þrír ofbeldisfullir hópar berast á banaspjótum og beita ógeðslegum aðferðum eins og efnavopnum og nauðgunum. Straumur flóttamanna mun aðeins aukast. Sumir munu deyja á landamærunum, sumir í vöruflutningalestum eða sökkvandi skipum en ekkert mun stöðva strauminn. Þetta er hið viðvarandi ástand og á sama tíma og land eins og Kanada, sem hefur langa sögu af stuðningi við flóttamenn, stígur á bremsurnar þá er sjálfssprottið íslenskt átak að vekja heimsathygli. Það eina sem ég vildi sagt hafa er að ég styð þetta átak af svo miklum móð að ég óska þess að það geri meira en að vekja fólk til umhugsunar. Ég óska þess að það öðlist meira en 15 mínútur árveknisfrægðar áður en fólk fer að hugsa um næsta mál. Höldum því á dagskrá, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og bjóða fram aðstoð og hættum ekki fyrr en samþykkt hefur verið að taka á móti margfalt fleiri flóttamönnum en upphaflega var ráðgert.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun