Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Jóhann Óli eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 08:34 Bjarni Benediktsson segir að Hanna Birna þurfi endurnýjað umboð landsfundar. vísir/pjetur „Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV í dag. Bjarni segir að því sé ekki að leyna að honum finnist ákveðið rótleysi vera í kringum suma skipverja Pírata. Nefnir hann til dæmis að Birgitta Jónsdóttir hafi starfað með fjórum flokkum inn á þingi en hún var starfsmaður fyrir Vinstri græna áður en hún tók sæti á þingi. „Er einhver kjölfesta í þeim [Pírötum]? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.“ Sjálfstæðisflokkurinn átti sæmilegu gengi að fagna í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en niðurstaða þingkosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir flokkinn. Formaðurinn segir að lykillinn að auknu fylgi sé að ná að viðhalda þeirri miklu breidd sem einkennt hefur hann í gegnum tíðina. „Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] hefur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið við skýr grunngildi og stefnumál. [...] En nákvæmlega á þessum tímamótum, sem við stöndum á í dag, verandi að koma út úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að laga sig að breyttum veruleika með stefnumálin.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tvo mánuði og sækist Bjarni eftir því að vera formaður áfram. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður flokksins en hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar lekamálsins. „Ég lít þannig á að það sé mikilvægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð frá þessum landsfundi,“ segir Bjarni. „Ég treysti mér vel til þess að vinna með henni áfram. Ég ætla hins vegar ekki að reyna að stýra því með einhverjum hætti hvernig fundurinn kemst að niðurstöðu um svona mál.“ Viðtalið í heild má lesa á DV. Alþingi Tengdar fréttir Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV í dag. Bjarni segir að því sé ekki að leyna að honum finnist ákveðið rótleysi vera í kringum suma skipverja Pírata. Nefnir hann til dæmis að Birgitta Jónsdóttir hafi starfað með fjórum flokkum inn á þingi en hún var starfsmaður fyrir Vinstri græna áður en hún tók sæti á þingi. „Er einhver kjölfesta í þeim [Pírötum]? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.“ Sjálfstæðisflokkurinn átti sæmilegu gengi að fagna í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en niðurstaða þingkosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir flokkinn. Formaðurinn segir að lykillinn að auknu fylgi sé að ná að viðhalda þeirri miklu breidd sem einkennt hefur hann í gegnum tíðina. „Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] hefur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið við skýr grunngildi og stefnumál. [...] En nákvæmlega á þessum tímamótum, sem við stöndum á í dag, verandi að koma út úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að laga sig að breyttum veruleika með stefnumálin.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tvo mánuði og sækist Bjarni eftir því að vera formaður áfram. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður flokksins en hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar lekamálsins. „Ég lít þannig á að það sé mikilvægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð frá þessum landsfundi,“ segir Bjarni. „Ég treysti mér vel til þess að vinna með henni áfram. Ég ætla hins vegar ekki að reyna að stýra því með einhverjum hætti hvernig fundurinn kemst að niðurstöðu um svona mál.“ Viðtalið í heild má lesa á DV.
Alþingi Tengdar fréttir Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00