Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Jóhann Óli eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 08:34 Bjarni Benediktsson segir að Hanna Birna þurfi endurnýjað umboð landsfundar. vísir/pjetur „Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV í dag. Bjarni segir að því sé ekki að leyna að honum finnist ákveðið rótleysi vera í kringum suma skipverja Pírata. Nefnir hann til dæmis að Birgitta Jónsdóttir hafi starfað með fjórum flokkum inn á þingi en hún var starfsmaður fyrir Vinstri græna áður en hún tók sæti á þingi. „Er einhver kjölfesta í þeim [Pírötum]? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.“ Sjálfstæðisflokkurinn átti sæmilegu gengi að fagna í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en niðurstaða þingkosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir flokkinn. Formaðurinn segir að lykillinn að auknu fylgi sé að ná að viðhalda þeirri miklu breidd sem einkennt hefur hann í gegnum tíðina. „Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] hefur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið við skýr grunngildi og stefnumál. [...] En nákvæmlega á þessum tímamótum, sem við stöndum á í dag, verandi að koma út úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að laga sig að breyttum veruleika með stefnumálin.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tvo mánuði og sækist Bjarni eftir því að vera formaður áfram. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður flokksins en hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar lekamálsins. „Ég lít þannig á að það sé mikilvægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð frá þessum landsfundi,“ segir Bjarni. „Ég treysti mér vel til þess að vinna með henni áfram. Ég ætla hins vegar ekki að reyna að stýra því með einhverjum hætti hvernig fundurinn kemst að niðurstöðu um svona mál.“ Viðtalið í heild má lesa á DV. Alþingi Tengdar fréttir Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
„Mér finnst enginn geta sett sig í það sæti að dæma aðra úr leik sem hafa sterkt lýðræðislegt umboð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV í dag. Bjarni segir að því sé ekki að leyna að honum finnist ákveðið rótleysi vera í kringum suma skipverja Pírata. Nefnir hann til dæmis að Birgitta Jónsdóttir hafi starfað með fjórum flokkum inn á þingi en hún var starfsmaður fyrir Vinstri græna áður en hún tók sæti á þingi. „Er einhver kjölfesta í þeim [Pírötum]? Mér finnst Píratar að stærstum hluta óskrifað blað.“ Sjálfstæðisflokkurinn átti sæmilegu gengi að fagna í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra en niðurstaða þingkosninganna voru ákveðin vonbrigði fyrir flokkinn. Formaðurinn segir að lykillinn að auknu fylgi sé að ná að viðhalda þeirri miklu breidd sem einkennt hefur hann í gegnum tíðina. „Hann [Sjálfstæðisflokkurinn] hefur náð yfir ólík sjónarmið en þó búið við skýr grunngildi og stefnumál. [...] En nákvæmlega á þessum tímamótum, sem við stöndum á í dag, verandi að koma út úr efnahagshruninu, tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að laga sig að breyttum veruleika með stefnumálin.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram eftir tvo mánuði og sækist Bjarni eftir því að vera formaður áfram. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður flokksins en hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar lekamálsins. „Ég lít þannig á að það sé mikilvægt fyrir Hönnu Birnu að fá endurnýjað umboð frá þessum landsfundi,“ segir Bjarni. „Ég treysti mér vel til þess að vinna með henni áfram. Ég ætla hins vegar ekki að reyna að stýra því með einhverjum hætti hvernig fundurinn kemst að niðurstöðu um svona mál.“ Viðtalið í heild má lesa á DV.
Alþingi Tengdar fréttir Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Það er súrt andrúmsloft á Alþingi Bjarni Benediktsson er gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 3. júlí 2015 07:00