Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Lovísa Arnardóttir skrifar 5. janúar 2026 10:49 Brigitte Macron segir fullyrðingar um að hún sé trans kona hafa haft mikil áhrif á hana. Vísir/EPA Dómstóll í París hefur dæmt tíu manns í allt að átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að halda því ranglega fram að Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hafi fæðst sem karlmaður og sé trans kona. Í frétt franska miðilsins Le Monde segir að fólkið hafi verið sakfellt fyrir netníð og að einhverjir hafi verið dæmdir til skilorðsbundins fangelsis en aðrir til að sækja fræðslunámskeið um einelti á netinu. Í frétt Le Monde segir að dómstóllinn hafi vísað til „sérstaklega niðurlægjandi, móðgandi og illkvittinna“ ummæla um að hún væri trans og barnaníðingur. Sakborningarnir, átta karlar og tvær konur á aldrinum 41 til 65 ára, voru sakaðir um að hafa birt „fjölmörg illkvittin ummæli“ þar sem því var ranglega haldið fram að eiginkona Emmanuel Macron forseta hafi fæðst sem karlmaður og 24 ára aldursmunur þeirra hjóna tengdur við barnaníð. Sum innleggjanna voru skoðuð tugþúsundum sinnum. Forsetahjónin saman. Þau hafa verið gift í tæplega 20 ár. Vísir/EPA Sett fram í gríni Í frétt Sky News um dóminn segir að nokkrir sakborninga sögðu fyrir dómi að ummæli þeirra hefðu verið sett fram í gríni eða sem ádeila og sögðust ekki skilja hvers vegna þeir væru sóttir til saka. Auk þess að höfða mál í Frakklandi hafa þau höfðað meiðyrðamál í Bandaríkjunum gegn bandaríska hlaðvarpsstjórnandanum Candace Owens. Í málinu gegn Owens, sem framleiddi þáttaröðina „Becoming Brigitte“, ætla Macron-hjónin að leggja fram „vísindalegar“ sannanir og myndir sem sanna að forsetafrúin sé ekki trans, að sögn bandarísks lögmanns þeirra. Nokkrir sakborninganna í París deildu færslum frá Owens. Emmanuel Macron, 48 ára, og Brigitte, 72 ára, kynntust þegar hún var leiklistarkennari í skólanum hans. Þau hafa verið gift frá árinu 2007. Í frétt Le Monde segir að samband þeirra hafi verið til mikillar umræðu allt frá því að hann tók við sem forseti en undanfarið hafi sú umræða breyst og fólk dreift röngum upplýsingum. Forsetahjónin hafi ákveðið að hundsa það ekki lengur og fóru með það fyrir dómstóla. Hafi haft mikil áhrif Brigitte Macron kom ekki sjálf fyrir dóm við réttarhöldin í október en sagði rannsakendum eftir að hafa lagt fram kæru sína að fullyrðingin um að hún væri trans kona hafi „haft mikil áhrif“ á hana og ástvini hennar. Í frétt Le Monde er haft eftir dóttur hennar, Tiphaine Auzière, að móðir hennar þyrfti sífellt að passa hverju hún klæddist og hvernig hún lítur út. Frakkland Hinsegin Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. 18. september 2025 07:28 Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte hafa höfðað mál á hendur bandaríska þáttastjórnandanum og álitsgjafanum Candace Owens. Owens hefur haldið því fram að Brigitte sé í raun karlmaður og forsetinn á mála hjá CIA. 24. júlí 2025 06:49 Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. 18. desember 2025 11:06 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Sjá meira
Í frétt franska miðilsins Le Monde segir að fólkið hafi verið sakfellt fyrir netníð og að einhverjir hafi verið dæmdir til skilorðsbundins fangelsis en aðrir til að sækja fræðslunámskeið um einelti á netinu. Í frétt Le Monde segir að dómstóllinn hafi vísað til „sérstaklega niðurlægjandi, móðgandi og illkvittinna“ ummæla um að hún væri trans og barnaníðingur. Sakborningarnir, átta karlar og tvær konur á aldrinum 41 til 65 ára, voru sakaðir um að hafa birt „fjölmörg illkvittin ummæli“ þar sem því var ranglega haldið fram að eiginkona Emmanuel Macron forseta hafi fæðst sem karlmaður og 24 ára aldursmunur þeirra hjóna tengdur við barnaníð. Sum innleggjanna voru skoðuð tugþúsundum sinnum. Forsetahjónin saman. Þau hafa verið gift í tæplega 20 ár. Vísir/EPA Sett fram í gríni Í frétt Sky News um dóminn segir að nokkrir sakborninga sögðu fyrir dómi að ummæli þeirra hefðu verið sett fram í gríni eða sem ádeila og sögðust ekki skilja hvers vegna þeir væru sóttir til saka. Auk þess að höfða mál í Frakklandi hafa þau höfðað meiðyrðamál í Bandaríkjunum gegn bandaríska hlaðvarpsstjórnandanum Candace Owens. Í málinu gegn Owens, sem framleiddi þáttaröðina „Becoming Brigitte“, ætla Macron-hjónin að leggja fram „vísindalegar“ sannanir og myndir sem sanna að forsetafrúin sé ekki trans, að sögn bandarísks lögmanns þeirra. Nokkrir sakborninganna í París deildu færslum frá Owens. Emmanuel Macron, 48 ára, og Brigitte, 72 ára, kynntust þegar hún var leiklistarkennari í skólanum hans. Þau hafa verið gift frá árinu 2007. Í frétt Le Monde segir að samband þeirra hafi verið til mikillar umræðu allt frá því að hann tók við sem forseti en undanfarið hafi sú umræða breyst og fólk dreift röngum upplýsingum. Forsetahjónin hafi ákveðið að hundsa það ekki lengur og fóru með það fyrir dómstóla. Hafi haft mikil áhrif Brigitte Macron kom ekki sjálf fyrir dóm við réttarhöldin í október en sagði rannsakendum eftir að hafa lagt fram kæru sína að fullyrðingin um að hún væri trans kona hafi „haft mikil áhrif“ á hana og ástvini hennar. Í frétt Le Monde er haft eftir dóttur hennar, Tiphaine Auzière, að móðir hennar þyrfti sífellt að passa hverju hún klæddist og hvernig hún lítur út.
Frakkland Hinsegin Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. 18. september 2025 07:28 Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte hafa höfðað mál á hendur bandaríska þáttastjórnandanum og álitsgjafanum Candace Owens. Owens hefur haldið því fram að Brigitte sé í raun karlmaður og forsetinn á mála hjá CIA. 24. júlí 2025 06:49 Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. 18. desember 2025 11:06 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Sjá meira
Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. 18. september 2025 07:28
Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte hafa höfðað mál á hendur bandaríska þáttastjórnandanum og álitsgjafanum Candace Owens. Owens hefur haldið því fram að Brigitte sé í raun karlmaður og forsetinn á mála hjá CIA. 24. júlí 2025 06:49
Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi. 18. desember 2025 11:06