„Kommakrakki úr Hveragerði“ kaupir Bæjarins besta Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2015 19:50 Sigurjón býður Bryndísi velkomna til starfa. Mynd/BB Gengið hefur verið frá sölu á Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur viðskiptafræðingurinn Bryndís Sigurðardóttir. Þetta var tilkynnt á vef Bæjarins Besta í dag en Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB en hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni. Hann lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári. „Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vefsíðu BB í dag. Á síðunni segir einnig að engar „stórkarlalega breytingar“ séu fyrirhugaðar á miðlinum við eigendaskiptin, „aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vestan,“ eins og þar segir. Bryndís er fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðisbundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hún hefur komið að eigin sögn víða við og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2013. Á heimasíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lýsir Bryndís sér sem „kommakrakka úr Hveragerði” og segir að henni séu félagshyggja og jöfnuður í blóði borin. „Ég reyni alltaf að breyta af heiðarleika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera,” segir hún ennfremur. Hún sóttist eftir 1 til 4 sæti á lista flokksins og hafnaði í því sjötta. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Gengið hefur verið frá sölu á Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur viðskiptafræðingurinn Bryndís Sigurðardóttir. Þetta var tilkynnt á vef Bæjarins Besta í dag en Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB en hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni. Hann lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári. „Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vefsíðu BB í dag. Á síðunni segir einnig að engar „stórkarlalega breytingar“ séu fyrirhugaðar á miðlinum við eigendaskiptin, „aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vestan,“ eins og þar segir. Bryndís er fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðisbundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hún hefur komið að eigin sögn víða við og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2013. Á heimasíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lýsir Bryndís sér sem „kommakrakka úr Hveragerði” og segir að henni séu félagshyggja og jöfnuður í blóði borin. „Ég reyni alltaf að breyta af heiðarleika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera,” segir hún ennfremur. Hún sóttist eftir 1 til 4 sæti á lista flokksins og hafnaði í því sjötta.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira