Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 16. desember 2025 11:12 Blæðing Þjóðkirkjunnar undanfarin ár virðist hafa stöðvast eða að minnsta kosti hægt á henni miðað við nýjar tölur Þjóðskrár. Vísir/Vilhelm Hlutfall landsmanna í trú- og lífsskoðunarfélögum og þeirra sem standa utan þeirra tók svo gott sem engum breytingum á milli ára. Örlítið hærra hlutfall tilgreinir nú ekki stöðu sína en í fyrra og hlutfall þeirra sem er í Þjóðkirkjunni lækkar lítillega. Sem fyrr eru hlutfallslega langflestir landsmenn skráðir í Þjóðkirkjuna. Söfnuður hennar taldi 224.056 manns 1. desember, alls 54,5 prósent landsmanna samkvæmt tölum Þjóðskrár. Sóknargjöld sem ríkið styrkir trúfélög með eru greidd út í samræmi við skráða félaga þann dag. Hlutfall þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni lækkar um tæpt prósentustig á milli ára. Það hefur farið hratt lækkandi síðustu sex árin en hlutfallið var 65,2 prósent árið 2019. Hátt í 95 þúsund manns eru með ótilgreinda skráningu en það þýðir að þeir hafa ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélög. Það eru þrettán prósent landsmanna og hækkar hlutfallið um tæpt prósentustig á milli ára. Búddistum fjölgaði hlutfallslega mest Óveruleg breyting er á hlutfalli þeirra sem standa utan trúfélaga og þeirra sem tilheyra öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum en Þjóðkirkjunni. Hátt í 31 þúsund manns, 7,5 prósent landsmanna, standa utan slíkra félaga. Það er 0,5 prósentustigum hærra en í fyrra. Fimmtán prósent tilheyra öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum en Þjóðkirkjunni. Fjölmennast þeirra er kaþólska kirkjan með 15.917 meðlimi en Fríkirkjan í Reykjavík er þriðja fjölmennasta trúfélagið með 10.053 skráða félaga. Mest fjölgaði félögum í kaþólsku kirkjunni á milli ára, um 369 manns. Hlutfallslega mesta fjölgunin var í Wat Phra búddistasamtökunum en félögum í þeim fjölgaði um fjórðung á milli ára. Nú eru 163 skráðir í Wat Phra. Trúmál Mannfjöldi Þjóðkirkjan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Sem fyrr eru hlutfallslega langflestir landsmenn skráðir í Þjóðkirkjuna. Söfnuður hennar taldi 224.056 manns 1. desember, alls 54,5 prósent landsmanna samkvæmt tölum Þjóðskrár. Sóknargjöld sem ríkið styrkir trúfélög með eru greidd út í samræmi við skráða félaga þann dag. Hlutfall þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni lækkar um tæpt prósentustig á milli ára. Það hefur farið hratt lækkandi síðustu sex árin en hlutfallið var 65,2 prósent árið 2019. Hátt í 95 þúsund manns eru með ótilgreinda skráningu en það þýðir að þeir hafa ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélög. Það eru þrettán prósent landsmanna og hækkar hlutfallið um tæpt prósentustig á milli ára. Búddistum fjölgaði hlutfallslega mest Óveruleg breyting er á hlutfalli þeirra sem standa utan trúfélaga og þeirra sem tilheyra öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum en Þjóðkirkjunni. Hátt í 31 þúsund manns, 7,5 prósent landsmanna, standa utan slíkra félaga. Það er 0,5 prósentustigum hærra en í fyrra. Fimmtán prósent tilheyra öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum en Þjóðkirkjunni. Fjölmennast þeirra er kaþólska kirkjan með 15.917 meðlimi en Fríkirkjan í Reykjavík er þriðja fjölmennasta trúfélagið með 10.053 skráða félaga. Mest fjölgaði félögum í kaþólsku kirkjunni á milli ára, um 369 manns. Hlutfallslega mesta fjölgunin var í Wat Phra búddistasamtökunum en félögum í þeim fjölgaði um fjórðung á milli ára. Nú eru 163 skráðir í Wat Phra.
Trúmál Mannfjöldi Þjóðkirkjan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira