Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2025 22:40 Guðmundur Ingi Kristinsson hefur verið menntamálaráðherra síðan í mars. Vísir/Anton Brink Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í kvöld. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Ingi væri í tímabundnu veikindaleyfi þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Varamaður hefur tekið hans stað á þingi. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem tilkynnt var um veikindaleyfið sagði að gert væri ráð fyrir því að aðgerðin myndi tryggja ráðherranum fullan bata til lengri tíma og að hann myndi snúa aftur til starfa í kjölfarið. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sinnir tímabundið starfi mennta- og barnamálaráðherra. Allir formenn flokka á þingi mættu í Silfrið í kvöld og þar barst talið að menntamálum. Þið eruð með menntamálin og þennan stóra mikilvæga málaflokk og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er í veikindaleyfi, við óskum honum auðvitað góðs bata, en reiknarðu með honum aftur í ráðuneytið þegar hann snýr til baka? „Ég ætla bara að senda batakveðjur til Guðmundar sem fer í aðgerð núna þann 18. desember næstkomandi. Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð og það þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja,“ sagði Inga Sæland. „En ég vil nú bara sjá til hvernig framvindan verður þar, það veit enginn hvernig það fer. Einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga og annað slíkt eftir slíka aðgerð þannig við óskum Guðmundi alls hins besta bara og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur.“ Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í kvöld. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Ingi væri í tímabundnu veikindaleyfi þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Varamaður hefur tekið hans stað á þingi. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem tilkynnt var um veikindaleyfið sagði að gert væri ráð fyrir því að aðgerðin myndi tryggja ráðherranum fullan bata til lengri tíma og að hann myndi snúa aftur til starfa í kjölfarið. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sinnir tímabundið starfi mennta- og barnamálaráðherra. Allir formenn flokka á þingi mættu í Silfrið í kvöld og þar barst talið að menntamálum. Þið eruð með menntamálin og þennan stóra mikilvæga málaflokk og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er í veikindaleyfi, við óskum honum auðvitað góðs bata, en reiknarðu með honum aftur í ráðuneytið þegar hann snýr til baka? „Ég ætla bara að senda batakveðjur til Guðmundar sem fer í aðgerð núna þann 18. desember næstkomandi. Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð og það þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja,“ sagði Inga Sæland. „En ég vil nú bara sjá til hvernig framvindan verður þar, það veit enginn hvernig það fer. Einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga og annað slíkt eftir slíka aðgerð þannig við óskum Guðmundi alls hins besta bara og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur.“
Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira