Innlent

Um­deildur at­hafna­maður og vendingar á vinstri væng

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Foreldrar ungra manna sem borgað hafa Íslendingi margar milljónir eftir loforð um að þeir yrðu ríkir með gervigreindarmarkaðssetningu hafa miklar áhyggjur af sonum sínum. Nýjasta útspil mannsins er sala á myllumerkjum, sem hann segir fólk geta grætt fúlgur fjár á. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum.

Minningarstundin „Drengirnir okkar“ fer fram í miðborginni í kvöld. Við verðum í beinni frá Tjörninni þar sem til stendur að kveikja á kertum og minnast þeirra sem kerfið hefur ekki gripið.

Vendingar urðu í borgarstjórn í dag þegar Pírötum fækkaði um einn og fulltrúum Samfylkingar fjölgaði. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur skipt um flokk og segir Pírata hafa færst til vinstri. Við förum yfir málið og ræðum við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um gerjun á vinstri vængnum.

Þá heyrum við í þingmanni og ráðherra um umdeildan makrílsamning, sjáum frá ótrúlegu atviki á HM í Pílu og í Íslandi í dag kíkjum við í húsakynni hjálparkokkanna svokölluðu, sem aðstoða foreldra í fætækt við jólagjafainnkaup fyrir börn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×