Ismar Tandir leikur ekki fleiri leiki með Breiðabliki en samningi hans við félagið hefur verið rift. Ismar heldur af landi brott í dag.
Þetta kemur fram á Blikar.is, stuðningsmannaveg Breiðabliks.
Ismar fann aldrei taktinn í græna búningnum og kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. Í heildina lék hann átta leiki með Breiðabliki og skoraði í þeim eitt mark.
Ismar er fæddur í Þýskalandi en ólst að stærstum hluta upp í Bandaríkjunum. Foreldrar hans eru bosnískir en hann á að baki leiki með U-21 árs liði Bosníu.
Breiðablik tekur á móti Fjölni á mánudaginn í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildarinnar.
Ismar Tandir farinn frá Breiðabliki
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn