Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Árni Jóhannsson skrifar 5. september 2025 21:54 Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum en Fernando Santos, sem gengur niðurlútur til bekkjar, fékk heldur mikið að finna fyrir því. Vísir / Anton Brink Þjálfari Aserbaísjan, Portúgalinn Fernando Santos, sat fyrir svörum blaðamanna eftir tap hans manna í kvöld. Það er óhætt að segja að aserskum blaðamönnum hafi hitnað í hamsi þegar þeir fengu tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr. Undirritaður varð vitni að blaðamannafundinum þó að hann hafi ekki skilið það sem fór fram sökum þess að spurningarnar dundu á hinum sjötuga þjálfara á asersku og þulur þýddi þær yfir á portúgölsku. Öfugt var svo farið þegar Santos svaraði. Það var samt sem áður augljóst að 5-0 tap fór mjög illa í blaðamennina sem höfðu lagt land undir fót frá Asebaísjan til Íslands. Fundurinn tók yfir 30 mínútur og fyrir íslensku blaðamennina sem sátu þarna virtist hann engan endi ætla að taka. Einn blaðamaðurinn frá Aserbaísjan hélt á míkrafóninum í mjög langan tíma og lét dæluna ganga þannig að túlkurinn og Santos þurftu að meðtaka talsvert magn upplýsinga í mjög reiðum tón. Einn af blaðamönnum asersku miðlanna vatt sér upp að blaðamanni eftir að fundi lauk og byrjaði á því að afsaka hvað þetta hefði tekið langan tíma. Hann var spurður að því hvað hafi orðið til þess að svo harkalega var þjarmað að Santos. Hann sagði þá að helsta þrætueplið hafi verið leikstíll sinna manna. Blaðamennirnir vildu að Aserbaísjan myndi stíga framar á völlinn en Santos sé á öndverðum meiði og vilji liggja til baka. Arnar Gunnlaugsson sagði síðar um kvöldið á sínum blaðamannafundi að erfitt væri að spila á móti liðum sem eru í jafn mikilli lág-blokk og andstæðingar kvöldsins voru og að helsta verkefnið hafi verið að þreyta þá sem og gerðist eins og úrslit leiksins bera með sér. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. 5. september 2025 21:52 „Héldum áfram og drápum leikinn“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í keppnisleik fyrir Íslands hönd í kvöld er liðið lagði Aserbaíjsan 5-0 á Laugardalsvelli. Hákon Arnar spilaði allan leikinn og var stoltur af liðinu eftir leikinn. 5. september 2025 21:43 „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Ísland burstaði Aserbaíjsan 5-0 í undankeppni HM í kvöld. Liðið setti í sjötta gír í seinni hálfleik og var með öll völd á vellinum. Eftir hæga byrjun virtist Guðlaugur Victor Pálsson kveikja í liðinu með marki rétt fyrir hálfleik. 5. september 2025 21:51 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Ísland tók á móti Aserbaísjan í fyrstu umferð forkeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Leikurinn fór 5-0 fyrir Ísland en eftir leiðinlegan fyrri hálfleik var afturbrennarinn settur í gang í þeim seinni og verkefnið klárað með sóma. 5. september 2025 20:42 Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Ísak Bergmann Jóhannesson var gripinn í viðtal strax eftir sigurinn gegn Aserbaísjan í kvöld. Hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri og var einn af betri mönnum vallarins. Ísland byrjar undankeppni HM ´26 eins vel og hægt er. 5. september 2025 21:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Undirritaður varð vitni að blaðamannafundinum þó að hann hafi ekki skilið það sem fór fram sökum þess að spurningarnar dundu á hinum sjötuga þjálfara á asersku og þulur þýddi þær yfir á portúgölsku. Öfugt var svo farið þegar Santos svaraði. Það var samt sem áður augljóst að 5-0 tap fór mjög illa í blaðamennina sem höfðu lagt land undir fót frá Asebaísjan til Íslands. Fundurinn tók yfir 30 mínútur og fyrir íslensku blaðamennina sem sátu þarna virtist hann engan endi ætla að taka. Einn blaðamaðurinn frá Aserbaísjan hélt á míkrafóninum í mjög langan tíma og lét dæluna ganga þannig að túlkurinn og Santos þurftu að meðtaka talsvert magn upplýsinga í mjög reiðum tón. Einn af blaðamönnum asersku miðlanna vatt sér upp að blaðamanni eftir að fundi lauk og byrjaði á því að afsaka hvað þetta hefði tekið langan tíma. Hann var spurður að því hvað hafi orðið til þess að svo harkalega var þjarmað að Santos. Hann sagði þá að helsta þrætueplið hafi verið leikstíll sinna manna. Blaðamennirnir vildu að Aserbaísjan myndi stíga framar á völlinn en Santos sé á öndverðum meiði og vilji liggja til baka. Arnar Gunnlaugsson sagði síðar um kvöldið á sínum blaðamannafundi að erfitt væri að spila á móti liðum sem eru í jafn mikilli lág-blokk og andstæðingar kvöldsins voru og að helsta verkefnið hafi verið að þreyta þá sem og gerðist eins og úrslit leiksins bera með sér.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. 5. september 2025 21:52 „Héldum áfram og drápum leikinn“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í keppnisleik fyrir Íslands hönd í kvöld er liðið lagði Aserbaíjsan 5-0 á Laugardalsvelli. Hákon Arnar spilaði allan leikinn og var stoltur af liðinu eftir leikinn. 5. september 2025 21:43 „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Ísland burstaði Aserbaíjsan 5-0 í undankeppni HM í kvöld. Liðið setti í sjötta gír í seinni hálfleik og var með öll völd á vellinum. Eftir hæga byrjun virtist Guðlaugur Victor Pálsson kveikja í liðinu með marki rétt fyrir hálfleik. 5. september 2025 21:51 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Ísland tók á móti Aserbaísjan í fyrstu umferð forkeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Leikurinn fór 5-0 fyrir Ísland en eftir leiðinlegan fyrri hálfleik var afturbrennarinn settur í gang í þeim seinni og verkefnið klárað með sóma. 5. september 2025 20:42 Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Ísak Bergmann Jóhannesson var gripinn í viðtal strax eftir sigurinn gegn Aserbaísjan í kvöld. Hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri og var einn af betri mönnum vallarins. Ísland byrjar undankeppni HM ´26 eins vel og hægt er. 5. september 2025 21:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. 5. september 2025 21:52
„Héldum áfram og drápum leikinn“ Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í keppnisleik fyrir Íslands hönd í kvöld er liðið lagði Aserbaíjsan 5-0 á Laugardalsvelli. Hákon Arnar spilaði allan leikinn og var stoltur af liðinu eftir leikinn. 5. september 2025 21:43
„Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Ísland burstaði Aserbaíjsan 5-0 í undankeppni HM í kvöld. Liðið setti í sjötta gír í seinni hálfleik og var með öll völd á vellinum. Eftir hæga byrjun virtist Guðlaugur Victor Pálsson kveikja í liðinu með marki rétt fyrir hálfleik. 5. september 2025 21:51
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Ísland tók á móti Aserbaísjan í fyrstu umferð forkeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Leikurinn fór 5-0 fyrir Ísland en eftir leiðinlegan fyrri hálfleik var afturbrennarinn settur í gang í þeim seinni og verkefnið klárað með sóma. 5. september 2025 20:42
Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Ísak Bergmann Jóhannesson var gripinn í viðtal strax eftir sigurinn gegn Aserbaísjan í kvöld. Hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri og var einn af betri mönnum vallarins. Ísland byrjar undankeppni HM ´26 eins vel og hægt er. 5. september 2025 21:00