Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fylkir 2-2 | Jafnt eftir tvö mörk í uppbótartíma | Sjáðu mörkin Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 12. júlí 2015 22:00 Ásgeir Örn Arnþórsson í baráttunni við Kassim Doumbia. vísir/ernir FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í æsispennandi leik í Pepsí deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0. Evrópuleikurinn gegn SJK frá Finnlandi virtist hafa setið í FH-ingum því ekki var sjón að sjá liðið lengst framan af fyrri hálfleik. Afskaplega fátt gekk upp hjá liðinu og Fylkir átti auðvelt með að beita skyndisóknum sem þó vantaði herslumuninn á að liðið næði að nýta sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Fylkir yfir snemma í seinni hálfleik og þá vaknaði FH-liðið. FH lék mun hraðari fótbolta þar sem boltinn gekk betur á milli kanta. Þrátt fyrir það náði FH ekki að skapa sér mörg færi og mesta hættan skapaðist við mark Fylkis eftir föst leikatriði en bæði mörk FH komu eftir slík, horn annars vegar og aukaspyrnu hins vegar. Þegar FH komst yfir í uppbótartíma héldu flestir að stigin þrjú hjá toppliðinu væru í höfn en Fylkir barðist án afláts í leiknum og uppskar jöfnunarmark mínútu eftir að FH komst yfir og tryggði í raun verðskuldað stig. Hermann Hreiðarsson var að stýra Fylki í fyrsta sinn og má segja að handbragð hans hafi strax sést á liðinu. Leikmenn voru ákaflega baráttuglaðir og létu mikið fyrir sér finna. Værukærð einkenndi leik FH allt þar til Fylkir komst yfir og ljóst að liðið þarf að leika mun betur í harðnandi toppbaráttunni sem framundan er. FH er á toppnum, stigi á undan KR og verður það þegar deildin verður hálfnuð annað kvöld. Fylkir er með 14 stig í 7. sæti.vísir/valliHermann: Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1 „Við erum mjög sáttir að koma hingað og mæta frábæru fótboltaliði og fá stig, það er enginn spurning,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í þessu. Við byrjuðum vel en það vantaði herslumuninn að fá færi. Við komumst í góðar stöður eftir hraðar sóknir. Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik en þá vaknaði FH og sótti mikið. „Það eru svakaleg gæði í FH og við vissum að það myndi reyna vel á okkur í þessum leik. Það sem maður er fúlastur með er að jöfnunarmarkið komi úr föstu leikatriði og ég tek það á mig. Þeir eru með sterkt og hávaxið lið,“ sagði Hermann sem missti ekki trúna þó FH hafi komist yfir í uppbótartíma. „Maður veit að þetta er ekki búið fyrr en flautað er af. Það var trú og kraftur í liðinu allan leikinn og við hættum ekkert fyrr en það er búið að flauta af. „Það var frábært að fá jöfnunarmarkið því það var algjört kjaftshögg að fá markið á sig í lokin. Það var að sama skapi gleðilegt að jafna. Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1. „Leikmenn eru í toppstandi. Það er kraftur, vilji og allt til staðar hérna. Þvílík liðsheild og það sýndi sig að þegar allir eru að skila sínu og rúmlega það þá er allt hægt og þá verður fótboltinn líka skemmtilegri fyrir vikið. Ég var að drepast úr þreytu að horfa á þá. Það fór rosa kraftur og orka í þetta og svona á þetta að vera,“ sagði Hermann sem er mjög ánægður með að vera kominn aftur í boltann og þá ekki síst í búningsklefann. „Þegar maður er kominn með bakteríuna og líður vel í klefanum þá er þetta hrikalega gaman. Og svona óvænt líka, þetta var ekkert á dagskránni fyrr en kannski í haust.“Heimir: Vorum steinsofandi í lokin „Það var engin þreyta í liðinu. Ég hélt að menn vildu frekar spila en æfa og þetta með þreytuna ef menn halda að þeir séu þreyttir þá eru þeir þreyttir og ef menn halda það ekki þá eru þeir það ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður hvort Evrópuþreyta sæti í liðinu. „Vandræðin í fyrri hálfleik voru að við vorum að spila of mikið í sama svæðinu. Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að skipta boltanum á milli vængja og skapa okkur eitthvað en reynslumikið lið eins og FH á að klára þetta,“ sagði Heimir sem var allt annað en sáttur við jöfnunarmark Fylkis. „Við erum steinsofandi. Þeir byrja miðju og hefðu átt að sjá það þegar það standa þrír leikmenn eða fjórir klárir að hlaupa að það væri ekki verið að fara að spila boltanum til baka heldur að senda boltann langt. Við vorum steinsofandi og gáfum innkast og svo vorum við steinsofandi í dekkningunni. „Við vorum miklu betri í þessum leik en það er ekki nóg. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en seinni var betri. „Við komum okkur oft í góðar stöður en vorum að klikka á síðustu sendingunni og svo vantar okkur meiri græðgi í boxinu,“ sagði Heimir.Ásgeir Örn Arnþórsson kemur Fylki í 0-1: Böðvar Böðvarsson jafnar í 1-1: Brynjar Ásgeir Guðmundsson heldur að hann sé að tryggja FH sigur í uppbótartíma: Kjartan Ágúst Breiðdal tryggir Fylki stig: Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirHermann Hreiðarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í æsispennandi leik í Pepsí deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0. Evrópuleikurinn gegn SJK frá Finnlandi virtist hafa setið í FH-ingum því ekki var sjón að sjá liðið lengst framan af fyrri hálfleik. Afskaplega fátt gekk upp hjá liðinu og Fylkir átti auðvelt með að beita skyndisóknum sem þó vantaði herslumuninn á að liðið næði að nýta sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Fylkir yfir snemma í seinni hálfleik og þá vaknaði FH-liðið. FH lék mun hraðari fótbolta þar sem boltinn gekk betur á milli kanta. Þrátt fyrir það náði FH ekki að skapa sér mörg færi og mesta hættan skapaðist við mark Fylkis eftir föst leikatriði en bæði mörk FH komu eftir slík, horn annars vegar og aukaspyrnu hins vegar. Þegar FH komst yfir í uppbótartíma héldu flestir að stigin þrjú hjá toppliðinu væru í höfn en Fylkir barðist án afláts í leiknum og uppskar jöfnunarmark mínútu eftir að FH komst yfir og tryggði í raun verðskuldað stig. Hermann Hreiðarsson var að stýra Fylki í fyrsta sinn og má segja að handbragð hans hafi strax sést á liðinu. Leikmenn voru ákaflega baráttuglaðir og létu mikið fyrir sér finna. Værukærð einkenndi leik FH allt þar til Fylkir komst yfir og ljóst að liðið þarf að leika mun betur í harðnandi toppbaráttunni sem framundan er. FH er á toppnum, stigi á undan KR og verður það þegar deildin verður hálfnuð annað kvöld. Fylkir er með 14 stig í 7. sæti.vísir/valliHermann: Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1 „Við erum mjög sáttir að koma hingað og mæta frábæru fótboltaliði og fá stig, það er enginn spurning,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í þessu. Við byrjuðum vel en það vantaði herslumuninn að fá færi. Við komumst í góðar stöður eftir hraðar sóknir. Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik en þá vaknaði FH og sótti mikið. „Það eru svakaleg gæði í FH og við vissum að það myndi reyna vel á okkur í þessum leik. Það sem maður er fúlastur með er að jöfnunarmarkið komi úr föstu leikatriði og ég tek það á mig. Þeir eru með sterkt og hávaxið lið,“ sagði Hermann sem missti ekki trúna þó FH hafi komist yfir í uppbótartíma. „Maður veit að þetta er ekki búið fyrr en flautað er af. Það var trú og kraftur í liðinu allan leikinn og við hættum ekkert fyrr en það er búið að flauta af. „Það var frábært að fá jöfnunarmarkið því það var algjört kjaftshögg að fá markið á sig í lokin. Það var að sama skapi gleðilegt að jafna. Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1. „Leikmenn eru í toppstandi. Það er kraftur, vilji og allt til staðar hérna. Þvílík liðsheild og það sýndi sig að þegar allir eru að skila sínu og rúmlega það þá er allt hægt og þá verður fótboltinn líka skemmtilegri fyrir vikið. Ég var að drepast úr þreytu að horfa á þá. Það fór rosa kraftur og orka í þetta og svona á þetta að vera,“ sagði Hermann sem er mjög ánægður með að vera kominn aftur í boltann og þá ekki síst í búningsklefann. „Þegar maður er kominn með bakteríuna og líður vel í klefanum þá er þetta hrikalega gaman. Og svona óvænt líka, þetta var ekkert á dagskránni fyrr en kannski í haust.“Heimir: Vorum steinsofandi í lokin „Það var engin þreyta í liðinu. Ég hélt að menn vildu frekar spila en æfa og þetta með þreytuna ef menn halda að þeir séu þreyttir þá eru þeir þreyttir og ef menn halda það ekki þá eru þeir það ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður hvort Evrópuþreyta sæti í liðinu. „Vandræðin í fyrri hálfleik voru að við vorum að spila of mikið í sama svæðinu. Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að skipta boltanum á milli vængja og skapa okkur eitthvað en reynslumikið lið eins og FH á að klára þetta,“ sagði Heimir sem var allt annað en sáttur við jöfnunarmark Fylkis. „Við erum steinsofandi. Þeir byrja miðju og hefðu átt að sjá það þegar það standa þrír leikmenn eða fjórir klárir að hlaupa að það væri ekki verið að fara að spila boltanum til baka heldur að senda boltann langt. Við vorum steinsofandi og gáfum innkast og svo vorum við steinsofandi í dekkningunni. „Við vorum miklu betri í þessum leik en það er ekki nóg. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en seinni var betri. „Við komum okkur oft í góðar stöður en vorum að klikka á síðustu sendingunni og svo vantar okkur meiri græðgi í boxinu,“ sagði Heimir.Ásgeir Örn Arnþórsson kemur Fylki í 0-1: Böðvar Böðvarsson jafnar í 1-1: Brynjar Ásgeir Guðmundsson heldur að hann sé að tryggja FH sigur í uppbótartíma: Kjartan Ágúst Breiðdal tryggir Fylki stig: Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirHermann Hreiðarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn