Vallarstjóri Kópavogsvallar prófar nýja hluti fyrir sjónvarpsleik kvöldsins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2015 15:06 Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki