Fótbolti

Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýja húðflúrið hjá Rúben Neves.
Nýja húðflúrið hjá Rúben Neves. Instagram

Portúgölsku landsliðsmennirnir Rúben Neves og Diogo Jota voru miklir og góðir vinir. Það var því mjög erfitt fyrir Neves þegar Jota lést í bílslysi í sumar.

Neves var að spila með Al-Hilal í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum þegar hann frétti af örlögum vinar og var kominn til Portúgal innan við hálfum sólarhring síðar þar sem hann sýndi eiginkonu Jota og fjölskyldu hans mikinn stuðning.

Neves er staðráðinn að heiðra minningu vinar sína á alla mögulegan hátt.

Hann ætlar að skipta yfir í númer Jota í portúgalska landsliðinu og hann hefur nú þegar fengið sér nýtt húðflúr.

Neves lét húðflúra Diogo Jota og hann saman á kálfann sinn. Þar má sjá Neves faðma Jota eftir leik með portúgalska landsliðinu.

Neves og Jota léku saman hjá Wolverhampton Wanderers frá 2018 til 2020 eða þar til að Jota var seldur til Liverpool.

Þeir kynntust eflaust fyrst þó með yngri landsliðum Portúgals en Jota var einu ári eldri. Jota kom líka á láni til Porto þegar Neves spilaði þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×