„Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:59 Svandís Svavarsdóttir á Alþingi nú í kvöld. Vísir/Ernir Þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gerðu „meirihlutinn ræður“-stefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í ræðum sínum á Alþingi í kvöld. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagðist vilja færa valdið til fólksins og sagði lýðræði eiga að lifa allt árið um kring. „Lýðræði snýst ekki bara um já eða nei.“ Hún sagði að í lýðræðissamfélagi þyrfti ekki bara kosningar heldur fjölmiðla í almannaþágu, góða menntun og upplýsta borgara. „Það þarf að ryðja hindrunum úr vegi um samfélagið allt. Aðgengi er forsenda þátttöku og þátttaka er forsenda lýðræðis.“ Með aðgengi sagðist hún eiga við aðgengi að umræðu, samtökum, vettvangi þar sem ráðum er ráðið og svo framvegis.Svandís benti á að nú styttist óðum í næstu kosningar og að þeir sem styðji ekki hægri flokkana, sms styrkveitingar og aukinn ójöfnuð ættu að hugsa sig vel um. „Stjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi aðhyllist hugmyndina um einfaldan stjórnarmeirihluta að gömlum sið.“ Þetta telur Svandís skaðlegt fyrir lýðræðið og einnig það viðhorf sem hún hefur fundið fyrir á þinginu sem nú er að klárast að gagnrýni eigi ekki erindi. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi einnig meirihlutaræðið á þingi. „Stjórnarandstaðan hefur sem betur fer getu til þess að stöðva mál og afstýra stórslysum,“ sagði Róbert en að hans mati hefur „allt verið í steik“ á Alþingi síðustu vikur. „Þið sem eruð að hlusta þið kusuð þetta þing. Ef þið eruð óánægð þá verðið þið að vanda betur valið næst.“ Róbert hvatti kjósendur til að láta ekki glepjast af loforðaflaumi og hvatti kjósendur til að kynna sér kostina betur. Róbert benti einnig á að hann ætti rétt á sinni skoðun. „Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ spurði hann. „Hvílíkt bruðl. Þetta er mín skoðun, hún er ekki dónaleg, hún á rétt á sér.“ Alþingi Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gerðu „meirihlutinn ræður“-stefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í ræðum sínum á Alþingi í kvöld. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagðist vilja færa valdið til fólksins og sagði lýðræði eiga að lifa allt árið um kring. „Lýðræði snýst ekki bara um já eða nei.“ Hún sagði að í lýðræðissamfélagi þyrfti ekki bara kosningar heldur fjölmiðla í almannaþágu, góða menntun og upplýsta borgara. „Það þarf að ryðja hindrunum úr vegi um samfélagið allt. Aðgengi er forsenda þátttöku og þátttaka er forsenda lýðræðis.“ Með aðgengi sagðist hún eiga við aðgengi að umræðu, samtökum, vettvangi þar sem ráðum er ráðið og svo framvegis.Svandís benti á að nú styttist óðum í næstu kosningar og að þeir sem styðji ekki hægri flokkana, sms styrkveitingar og aukinn ójöfnuð ættu að hugsa sig vel um. „Stjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi aðhyllist hugmyndina um einfaldan stjórnarmeirihluta að gömlum sið.“ Þetta telur Svandís skaðlegt fyrir lýðræðið og einnig það viðhorf sem hún hefur fundið fyrir á þinginu sem nú er að klárast að gagnrýni eigi ekki erindi. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi einnig meirihlutaræðið á þingi. „Stjórnarandstaðan hefur sem betur fer getu til þess að stöðva mál og afstýra stórslysum,“ sagði Róbert en að hans mati hefur „allt verið í steik“ á Alþingi síðustu vikur. „Þið sem eruð að hlusta þið kusuð þetta þing. Ef þið eruð óánægð þá verðið þið að vanda betur valið næst.“ Róbert hvatti kjósendur til að láta ekki glepjast af loforðaflaumi og hvatti kjósendur til að kynna sér kostina betur. Róbert benti einnig á að hann ætti rétt á sinni skoðun. „Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ spurði hann. „Hvílíkt bruðl. Þetta er mín skoðun, hún er ekki dónaleg, hún á rétt á sér.“
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira