Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Árni Sæberg skrifar 17. desember 2025 14:57 Um sex hundruð handskrifaðir miðar fundust á heimili fjölskyldunnar að Súlunesi í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem dæmdi Margréti Höllu í 16 ára fangelsi í gær fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart móður sinni. Í dóminum segir að við vettvangsrannsókn á heimili fjölskyldunnar hafi fundist fjöldi handskrifaðra blaða, sem hafi vakið athygli rannsóknarlögreglumanna. Harðar og óvægnar orðsendingar Haft er eftir skýrslu lögreglumanns að um hafi verið að ræða orðasendingar milli Margrétar Höllu og foreldra hennar, sem hafi fundist í eldhúsi, stofu, hjónaherbergi, skrifstofu og holi hússins. „Skýrslunni fylgja um 600 orðsendingar. Þær eru meira og minna ódagsettar og ekki í tímaröð, en í skýrslunni er greint á milli orðsendinga frá hverjum heimilismanna fyrir sig. Orðsendingar frá ákærðu til foreldra sinna eru oft á tíðum harðar og óvægnar og svör foreldranna mörg hver í bænar- og afsökunartón,“ segir í dóminum. Vildi ekki að móðirin vissi um ferðir hennar Þá segir að í dæmaskyni megi nefna eftirfarandi skilaboð frá Margréti Höllu til föður síns: „Mamma frekja og tillitslausa sjálfselska helvíti verður að vera komin heim á bílnum kl. hálf 1 !!!!“ „EKKI segja mömmu hvert við erum að fara ... það kemur tíkinni ekki fokkings við !!!!!!“ Hún hafi beint svohljóðandi skilaboðum til annað hvort föður eða móður: „Og getur þú DRULLAÐ þér að fara eftir einu og öllu sem stendur á miðanum helvítið þitt !!!!!! OG svo skaltu grjóthalda kjafti á morgun og passa að ég vakni ekki við neitt sem þú ert að gera ógeðið þitt !!!!!!“ „FOKKING HÁLFVITA FÍFL BÆÐI TVÖ !!!!“ Þá segir að mörg skilaboða Margrétar Höllu tengist aðstoð foreldra hennar við umönnun hesta. Loks segir um miðana á heimili fjölskyldunnar að meðal þeirra hafi verið nokkur fjöldi minnisblaða frá föður Margrétar Höllu. „Bera sum þessara blaða dagsetningar án ártals og fjögur eru fyllilega tímasett; „„26.10.22“, „17/11-22“, „17/2-24“ og „5/6-24“.“ Viðkvæm fyrir hljóðum Í dómnum kemur fram að Margrét Halla hafi leitað til heyrnarfræðings vegna eyrnasuðs og hljóðþols sem hún hafi fyrst fundið fyrir 2019 og svo farið versnandi. Heyrnarfræðinginn hafi byrjað að gruna 2023 að hún væri með svokallaða hljóðóbeit (misophonia) fremur en hljóðóþol, og að einstaklingur sem þjáist af slíkri röskun hafi skert þol fyrir ákveðnum hljóðum, upplifi þau sem pirrandi og jafnvel yfirþyrmandi áreiti og fylgi því oft mikil kvíðatilfinning og jafnvel reiði. Í hennar tilfelli hafi virst sem kveikjuhljóð tengdust foreldrum hennar og hún hafi upplifað mikinn kvíða og stress. Manndráp í Súlunesi Dómsmál Heimilisofbeldi Fjölskyldumál Garðabær Tengdar fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Hálfbróðir Margrétar Löf krafðist þess fyrir dómi að ákveðið yrði að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til þess að erfa hann. Kröfu hans var vísað frá dómi og vísað til þess að svipting erfðaréttar teljist samkvæmt lögum til refsikenndra viðurlaga við afbroti og að ákvörðun um slíka kröfu verði að koma frá ákæruvaldinu. 17. desember 2025 06:30 Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 16. desember 2025 15:30 Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Saksóknari í Súlunesmálinu svonefnda benti á það í málflutningi sínum í lok nóvember að tilefni væri til að dæma Margréti Höllu Hansdóttur Löf meira en sextán ára fangelsisrefsingu. Von er á dómi í málinu fimmtudaginn 18. desember. 10. desember 2025 07:47 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem dæmdi Margréti Höllu í 16 ára fangelsi í gær fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart móður sinni. Í dóminum segir að við vettvangsrannsókn á heimili fjölskyldunnar hafi fundist fjöldi handskrifaðra blaða, sem hafi vakið athygli rannsóknarlögreglumanna. Harðar og óvægnar orðsendingar Haft er eftir skýrslu lögreglumanns að um hafi verið að ræða orðasendingar milli Margrétar Höllu og foreldra hennar, sem hafi fundist í eldhúsi, stofu, hjónaherbergi, skrifstofu og holi hússins. „Skýrslunni fylgja um 600 orðsendingar. Þær eru meira og minna ódagsettar og ekki í tímaröð, en í skýrslunni er greint á milli orðsendinga frá hverjum heimilismanna fyrir sig. Orðsendingar frá ákærðu til foreldra sinna eru oft á tíðum harðar og óvægnar og svör foreldranna mörg hver í bænar- og afsökunartón,“ segir í dóminum. Vildi ekki að móðirin vissi um ferðir hennar Þá segir að í dæmaskyni megi nefna eftirfarandi skilaboð frá Margréti Höllu til föður síns: „Mamma frekja og tillitslausa sjálfselska helvíti verður að vera komin heim á bílnum kl. hálf 1 !!!!“ „EKKI segja mömmu hvert við erum að fara ... það kemur tíkinni ekki fokkings við !!!!!!“ Hún hafi beint svohljóðandi skilaboðum til annað hvort föður eða móður: „Og getur þú DRULLAÐ þér að fara eftir einu og öllu sem stendur á miðanum helvítið þitt !!!!!! OG svo skaltu grjóthalda kjafti á morgun og passa að ég vakni ekki við neitt sem þú ert að gera ógeðið þitt !!!!!!“ „FOKKING HÁLFVITA FÍFL BÆÐI TVÖ !!!!“ Þá segir að mörg skilaboða Margrétar Höllu tengist aðstoð foreldra hennar við umönnun hesta. Loks segir um miðana á heimili fjölskyldunnar að meðal þeirra hafi verið nokkur fjöldi minnisblaða frá föður Margrétar Höllu. „Bera sum þessara blaða dagsetningar án ártals og fjögur eru fyllilega tímasett; „„26.10.22“, „17/11-22“, „17/2-24“ og „5/6-24“.“ Viðkvæm fyrir hljóðum Í dómnum kemur fram að Margrét Halla hafi leitað til heyrnarfræðings vegna eyrnasuðs og hljóðþols sem hún hafi fyrst fundið fyrir 2019 og svo farið versnandi. Heyrnarfræðinginn hafi byrjað að gruna 2023 að hún væri með svokallaða hljóðóbeit (misophonia) fremur en hljóðóþol, og að einstaklingur sem þjáist af slíkri röskun hafi skert þol fyrir ákveðnum hljóðum, upplifi þau sem pirrandi og jafnvel yfirþyrmandi áreiti og fylgi því oft mikil kvíðatilfinning og jafnvel reiði. Í hennar tilfelli hafi virst sem kveikjuhljóð tengdust foreldrum hennar og hún hafi upplifað mikinn kvíða og stress.
Manndráp í Súlunesi Dómsmál Heimilisofbeldi Fjölskyldumál Garðabær Tengdar fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Hálfbróðir Margrétar Löf krafðist þess fyrir dómi að ákveðið yrði að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til þess að erfa hann. Kröfu hans var vísað frá dómi og vísað til þess að svipting erfðaréttar teljist samkvæmt lögum til refsikenndra viðurlaga við afbroti og að ákvörðun um slíka kröfu verði að koma frá ákæruvaldinu. 17. desember 2025 06:30 Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 16. desember 2025 15:30 Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Saksóknari í Súlunesmálinu svonefnda benti á það í málflutningi sínum í lok nóvember að tilefni væri til að dæma Margréti Höllu Hansdóttur Löf meira en sextán ára fangelsisrefsingu. Von er á dómi í málinu fimmtudaginn 18. desember. 10. desember 2025 07:47 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Hálfbróðir Margrétar Löf krafðist þess fyrir dómi að ákveðið yrði að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til þess að erfa hann. Kröfu hans var vísað frá dómi og vísað til þess að svipting erfðaréttar teljist samkvæmt lögum til refsikenndra viðurlaga við afbroti og að ákvörðun um slíka kröfu verði að koma frá ákæruvaldinu. 17. desember 2025 06:30
Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 16. desember 2025 15:30
Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Saksóknari í Súlunesmálinu svonefnda benti á það í málflutningi sínum í lok nóvember að tilefni væri til að dæma Margréti Höllu Hansdóttur Löf meira en sextán ára fangelsisrefsingu. Von er á dómi í málinu fimmtudaginn 18. desember. 10. desember 2025 07:47