Segir brotið á rétti neytenda og reynt að hylma yfir brotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2015 16:51 „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli,“ segir framkvæmdastjóri FA. Vísir/Stefán „Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Tilefnið er samþykkt Alþingis í síðustu viku um breytingu á búvörulögum sem festi í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. Þannig er rennt frekari stoðum undir fyrirkomulag sem að áliti Samkeppniseftirlitsins hækkar vöruverð og hindrar samkeppni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda vegna málsins. Forsaga málsins er að í mars síðastliðnum felldi Héraðsdómur Reykjavíkur þrjá dóma þar sem innheimta útboðsgjalds fyrir innflutningskvóta á búvörur er úrskurðuð ólögmæt og í andstöðu við stjórnarskrá. Dómurinn taldi gjaldið skatt og að með því að gefa landbúnaðarráðherra val samkvæmt búvörulögum um hvort innflutningskvóti væri boðinn út eða varpað um hann hlutkesti hefði Alþingi framselt of mikið skattlagningarvald til ráðherrans. Stuttu fyrir þinglok skilaði meirihluti atvinnuveganefndar nefndaráliti um frumvarp um óskyldar breytingar á búvörulögum. Því áliti fylgdi breytingartillaga, um að fella burt heimild ráðherra í búvörulögunum til að láta hlutkesti ráða úthlutun þegar umsóknir berast um meiri innflutning en nemur tollkvóta. „Ástæða tillögu þessarar eru dómar sem féllu nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það að ráðherra hafi val um hvorri aðferð 3. mgr. 65. gr. sé beitt, þ.e. hvort hlutkesti sé varpað eða tilboða leitað, feli í sér að hann hafi ákvörðunarvald um hvort skattur sé lagður á eða ekki,“ segir í nefndarálitinu.Ekkert samráð, lítil umræða Breytingartillagan var sett fram eftir að hagsmunaaðilar höfðu komið á fund atvinnuveganefndar til að segja álit sitt á frumvarpinu, sem að uppistöðu fjallar um allt aðra hluti; flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Ekkert samráð var haft við hagsmunaaðila á borð við samtök fyrirtækja í matvælainnflutningi, samtök neytenda eða aðra sem málið varðar að því er segir í tilkynningu frá FA. „Þessi veigamikla breyting fékk litla sem enga umræðu í nefndinni og á Alþingi. Eingöngu þingmenn Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði gegn henni í atkvæðagreiðslu, en stjórnarflokkarnir og Vinstri græn studdu hana.“ Í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda segir að breyting meirihluta Alþingis á búvörulögunum gangi þvert gegn ábendingum Samkeppniseftirlitsins, sem hafi ítrekað lagt til að útboð á tollkvóta verði aflagt, nú síðast í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn í mars síðastliðnum: „Útboð landbúnaðarráðuneytisins á tollkvótum vegna innflutnings á kjöti, smjöri og ostum verði felld niður í núverandi mynd. Verði þau ekki lögð niður er lagt til að úthlutun verði endurgjaldslaus og eftir atvikum hlutkesti varpað sé ásókn umfram kvóta.“ Samkeppniseftirlitið benti á að núverandi fyrirkomulag hefði stuðlað að hærra vöruverði, hamlað samkeppni og hindraði aðgang nýrra innflutningsfyrirtækja að markaðnum. Við þessu bregst Alþingi með því að strika út úr lögunum þá leið sem Samkeppniseftirlitið leggur til að sé farin og festir núverandi fyrirkomulag í sessi segir í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Varðstaða um þrönga hagsmuni „Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum en koma því miður ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli. Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið.“ Ólafur vísar til upplýsinga sem FA hefur tekið saman og sýna að útboð á tollkvóta og tilheyrandi innheimta útboðsgjalds hækkar verð innfluttrar búvöru um tugi prósenta. „Samkeppniseftirlitið sagði í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn að stjórnvöld hefðu ítrekað látið undir höfuð leggjast að taka mark á ábendingum sem sneru að aukinni samkeppni í landbúnaðinum. Það stoðaði lítið fyrir stjórnmálamenn að kvarta undan háu matvöruverði þegar þeir tækju ekki mark á tillögum um hvernig mætti lækka það. Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Alþingi stendur vörð um þrönga hagsmuni og ónýtt kerfi. Réttur neytenda skiptir engu máli.“ Alþingi Tengdar fréttir Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00 Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Tilefnið er samþykkt Alþingis í síðustu viku um breytingu á búvörulögum sem festi í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. Þannig er rennt frekari stoðum undir fyrirkomulag sem að áliti Samkeppniseftirlitsins hækkar vöruverð og hindrar samkeppni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda vegna málsins. Forsaga málsins er að í mars síðastliðnum felldi Héraðsdómur Reykjavíkur þrjá dóma þar sem innheimta útboðsgjalds fyrir innflutningskvóta á búvörur er úrskurðuð ólögmæt og í andstöðu við stjórnarskrá. Dómurinn taldi gjaldið skatt og að með því að gefa landbúnaðarráðherra val samkvæmt búvörulögum um hvort innflutningskvóti væri boðinn út eða varpað um hann hlutkesti hefði Alþingi framselt of mikið skattlagningarvald til ráðherrans. Stuttu fyrir þinglok skilaði meirihluti atvinnuveganefndar nefndaráliti um frumvarp um óskyldar breytingar á búvörulögum. Því áliti fylgdi breytingartillaga, um að fella burt heimild ráðherra í búvörulögunum til að láta hlutkesti ráða úthlutun þegar umsóknir berast um meiri innflutning en nemur tollkvóta. „Ástæða tillögu þessarar eru dómar sem féllu nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það að ráðherra hafi val um hvorri aðferð 3. mgr. 65. gr. sé beitt, þ.e. hvort hlutkesti sé varpað eða tilboða leitað, feli í sér að hann hafi ákvörðunarvald um hvort skattur sé lagður á eða ekki,“ segir í nefndarálitinu.Ekkert samráð, lítil umræða Breytingartillagan var sett fram eftir að hagsmunaaðilar höfðu komið á fund atvinnuveganefndar til að segja álit sitt á frumvarpinu, sem að uppistöðu fjallar um allt aðra hluti; flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Ekkert samráð var haft við hagsmunaaðila á borð við samtök fyrirtækja í matvælainnflutningi, samtök neytenda eða aðra sem málið varðar að því er segir í tilkynningu frá FA. „Þessi veigamikla breyting fékk litla sem enga umræðu í nefndinni og á Alþingi. Eingöngu þingmenn Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar greiddu atkvæði gegn henni í atkvæðagreiðslu, en stjórnarflokkarnir og Vinstri græn studdu hana.“ Í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda segir að breyting meirihluta Alþingis á búvörulögunum gangi þvert gegn ábendingum Samkeppniseftirlitsins, sem hafi ítrekað lagt til að útboð á tollkvóta verði aflagt, nú síðast í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn í mars síðastliðnum: „Útboð landbúnaðarráðuneytisins á tollkvótum vegna innflutnings á kjöti, smjöri og ostum verði felld niður í núverandi mynd. Verði þau ekki lögð niður er lagt til að úthlutun verði endurgjaldslaus og eftir atvikum hlutkesti varpað sé ásókn umfram kvóta.“ Samkeppniseftirlitið benti á að núverandi fyrirkomulag hefði stuðlað að hærra vöruverði, hamlað samkeppni og hindraði aðgang nýrra innflutningsfyrirtækja að markaðnum. Við þessu bregst Alþingi með því að strika út úr lögunum þá leið sem Samkeppniseftirlitið leggur til að sé farin og festir núverandi fyrirkomulag í sessi segir í tilkynningunni frá Félagi atvinnurekenda.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Varðstaða um þrönga hagsmuni „Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum en koma því miður ekki að öllu leyti á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þegar kemur að landbúnaðinum virðast bæði ríkisstjórn og Alþingi, sama hver er þar í meirihluta, líta svo á að sjónarmið um samkeppni og hag neytenda skipti ekki máli. Þegar brotið er á rétti neytenda fer löggjafinn í það að hylma yfir brotið og réttlæta það í stað þess að rétta hlut neytenda. Þetta er galið.“ Ólafur vísar til upplýsinga sem FA hefur tekið saman og sýna að útboð á tollkvóta og tilheyrandi innheimta útboðsgjalds hækkar verð innfluttrar búvöru um tugi prósenta. „Samkeppniseftirlitið sagði í skýrslu sinni um dagvörumarkaðinn að stjórnvöld hefðu ítrekað látið undir höfuð leggjast að taka mark á ábendingum sem sneru að aukinni samkeppni í landbúnaðinum. Það stoðaði lítið fyrir stjórnmálamenn að kvarta undan háu matvöruverði þegar þeir tækju ekki mark á tillögum um hvernig mætti lækka það. Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Alþingi stendur vörð um þrönga hagsmuni og ónýtt kerfi. Réttur neytenda skiptir engu máli.“
Alþingi Tengdar fréttir Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00 Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. 30. maí 2015 12:00
Ráðherra eigi að gefa út kvóta Aðgerðaleysi sagt að óbreyttu valda skorti á matvælum og skerða lífsgæði. 15. apríl 2015 07:45