Vonbrigði að ekki standi til að afnema toll á matvæli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. júlí 2015 12:20 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar yfirlýsingu fjármálaráðherra um afnám tolla á vörur aðrar en matvæli. VÍSIR/VILHELM Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét. Alþingi Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét.
Alþingi Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira