Keflvíkingurinn Guðjón Árni Antoníusson verður frá keppni í óákveðinn tíma eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik ÍA og Keflavíkur fyrir rúmri viku. Þetta kom fram á Fótbolti.net.
Guðjón Árni fór út af í hálfleik í leiknum og var svo ekki í leikmannahópi Keflavíkur í 2-1 tapi liðsins fyrir Stjörnunni í gær.
Guðjón Árni hefur áður þurft að glíma við afleiðingar höfuðmeiðsla og hefur á síðustu árum misst af fjölda leikja vegna þessa. Þetta er hans fjórða höfuðhögg á undanförnum árum.
„Við viljum ekki taka neina áhættu,“ sagði þjálfarinn Haukur Ingi Guðnason. „Við vitum söguna hans og við viljum að hann nái fullum bata áður en hann snýr aftur. Hvort það verður eftir viku, mánuð eða lengri tíma get ég ekki sagt til um.“
Haukur Ingi sagði einnig að markvörðurinn Richard Arends hafi verið frá vegna meiðsla í kálfa og er ekki vitað hvenær hann snúi aftur. Þá er Jóhann Birnir Guðmundsson, sem gegnir starfi þjálfara ásamt Hauki Inga, einnig frá vegna meiðsla í kálfa.
Guðjón Árni frá vegna höfuðhöggs

Tengdar fréttir

Guðjón Árni: Hætti að finna fyrir svimanum í júlí
FH-ingurinn Guðjón Árni Antoníusson er byrjaður að spila fótbolta á nýjan leik þrátt fyrir nokkur alvarleg höfuðhögg sem nánast bundu enda á feril hans.

Guðjón Árni aftur til Keflavíkur | Gerði tveggja ára samning
Guðjón Árni Antoníusson er genginn í raðir Keflavíkur á ný, en bakvörðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík í dag.

Guðjón Árni: Tek ekki áhættu með höfuðið á mér
Læknar vilja að bakvörður FH taki sér gott frí frá knattspyrnuiðkun.

Guðjón Árni gæti neyðst til þess að leggja skóna á hilluna
Varnarmaðurinn sterki Guðjón Árni Antoníusson gæti neyðst til þess að leggja á skóna á hilluna.