Heimir: Pirrar mig þegar sérfræðingar eins og Hjörvar tjá sig á Twitter Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2015 17:15 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag þar sem hann fór yfir stórleikinn í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Kassim Doumbia, miðvörður FH, tryggði FH jafntefli með marki í uppbótartíma, en Blikar höfðu komist yfir með marki Arnþórs Ara Atlasonar. Heimir hló, aðspurður hvort Arnar Grétarsson hefði snúið á hann í leiknum, og játaði sig sigraðan þar sem alltaf væri búið að lesa FH-liðið ef það tapaði leik. Hann sagðist ekkert pirraður yfir umræðunni um FH-liðið í heild sinni, en Heimir er pirraður yfir umræðunni sem skapaðist um fagn Doumbia. Miðvörðurinn hljóp að myndavél Stöðvar 2 Sports og öskraði: „Fuck off“. Framkvæmdastjóri KSÍ mun skoða atvikið betur. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, vakti fyrstur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og hann er ekki ofarlega á vinsældarlista Heimis í dag.Kassim Doumbia.vísir/andri marinó„Ég ætla reyndar að viðurkenna það, að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir. „Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina.“ „Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi.“ „Þetta er bara stormur í tebolla. Ef að Kassim Doumbia talaði íslensku og hefði sagt djöfullinn eða andskotinn þá hefði enginn sagt neitt.“ „Við erum með kynslóð af ungu fólki sem horfir á tónlistarmyndbönd og annað þar sem þessi orð koma alltaf fram.“ „Því finnst mér þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort Doumbia hefði ekki frekar mátt sleppa því að öskra þessi orð í myndavélina svaraði Heimir: „Hvernig er talað inn á fótboltvelli og á hliðarlínunni? Kassim Doumbia talar ekki íslensku. Hann er, eins og menn vita, mikill tilfinningamaður. Eina sem hann gerði var að sýna tilfinningar fyrir utan að hann var besti maðurinn á vellinum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag þar sem hann fór yfir stórleikinn í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Kassim Doumbia, miðvörður FH, tryggði FH jafntefli með marki í uppbótartíma, en Blikar höfðu komist yfir með marki Arnþórs Ara Atlasonar. Heimir hló, aðspurður hvort Arnar Grétarsson hefði snúið á hann í leiknum, og játaði sig sigraðan þar sem alltaf væri búið að lesa FH-liðið ef það tapaði leik. Hann sagðist ekkert pirraður yfir umræðunni um FH-liðið í heild sinni, en Heimir er pirraður yfir umræðunni sem skapaðist um fagn Doumbia. Miðvörðurinn hljóp að myndavél Stöðvar 2 Sports og öskraði: „Fuck off“. Framkvæmdastjóri KSÍ mun skoða atvikið betur. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, vakti fyrstur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og hann er ekki ofarlega á vinsældarlista Heimis í dag.Kassim Doumbia.vísir/andri marinó„Ég ætla reyndar að viðurkenna það, að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir. „Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina.“ „Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi.“ „Þetta er bara stormur í tebolla. Ef að Kassim Doumbia talaði íslensku og hefði sagt djöfullinn eða andskotinn þá hefði enginn sagt neitt.“ „Við erum með kynslóð af ungu fólki sem horfir á tónlistarmyndbönd og annað þar sem þessi orð koma alltaf fram.“ „Því finnst mér þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort Doumbia hefði ekki frekar mátt sleppa því að öskra þessi orð í myndavélina svaraði Heimir: „Hvernig er talað inn á fótboltvelli og á hliðarlínunni? Kassim Doumbia talar ekki íslensku. Hann er, eins og menn vita, mikill tilfinningamaður. Eina sem hann gerði var að sýna tilfinningar fyrir utan að hann var besti maðurinn á vellinum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira