Er borginni treystandi fyrir byggingarréttargjaldinu? Kristinn Steinn Traustason skrifar 22. júní 2015 20:03 Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun