Er borginni treystandi fyrir byggingarréttargjaldinu? Kristinn Steinn Traustason skrifar 22. júní 2015 20:03 Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar