Samkomulag um þinglok að fæðast á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2015 18:30 Forseti Alþingis og varaformaður Framsóknarflokksins hafa í dag fundað stíft með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afgreiðslu mála fyrir sumarleyfi þingsins. Farið er að hilla undir samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok en samstaða virðist um að geyma tvö umdeild mál um virkjanakosti og makríl til haustsins. Alþingi lýkur þó væntanlega ekki störfum fyrr en í lok næstu viku. Stærsta málið sem nokkurn veginn er samkomulag um að afgreiða á Alþingi áður en það fer í sumarleyfi eru frumvörpin um gjaldeyrishöftin. Þau eru hins vegar ekki væntanleg úr nefnd fyrr en eftir helgi. Menn hafa hins vegar í dag reynt að ná samkomulag um afgreiðslu annarra mála fyrir sumarleyfi. Formenn stjórnarndstöðunnar funduðu um málin með Sigurði Inga Jóhannssyni varaformanni Framsóknarflokksins og Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í dag án þess að lokaniðurstaða fengist. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er nokkurn veginn komið samkomulag um að Hvammsvirkjun verði ein samþykkt af fimm virkjunum sem lagðar voru til í breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Að öðru leyti bíði afgreiðsla málsins haustsins ásamt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Enda búið að gefa út reglugerð fyrir yfirstandandi veiðitímabil og makríllinn ekki farinn að láta sjá sig. Þá munu frumvörp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og um opinber fjármál verða látin bíða líka. Ekki er reiknað með að haftafrumvörp fjármálaráðherra komi úr nefnd eftir fyrstu umræðu fyrr en um helgina og afgreiðslu þeirra gæti því lokið í næstu viku. Í dag er hins vegar reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu annarra mála og eru góðar líkur á að það takist í dag eða á morgun. Alþingi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Farið er að hilla undir samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok en samstaða virðist um að geyma tvö umdeild mál um virkjanakosti og makríl til haustsins. Alþingi lýkur þó væntanlega ekki störfum fyrr en í lok næstu viku. Stærsta málið sem nokkurn veginn er samkomulag um að afgreiða á Alþingi áður en það fer í sumarleyfi eru frumvörpin um gjaldeyrishöftin. Þau eru hins vegar ekki væntanleg úr nefnd fyrr en eftir helgi. Menn hafa hins vegar í dag reynt að ná samkomulag um afgreiðslu annarra mála fyrir sumarleyfi. Formenn stjórnarndstöðunnar funduðu um málin með Sigurði Inga Jóhannssyni varaformanni Framsóknarflokksins og Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í dag án þess að lokaniðurstaða fengist. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er nokkurn veginn komið samkomulag um að Hvammsvirkjun verði ein samþykkt af fimm virkjunum sem lagðar voru til í breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Að öðru leyti bíði afgreiðsla málsins haustsins ásamt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Enda búið að gefa út reglugerð fyrir yfirstandandi veiðitímabil og makríllinn ekki farinn að láta sjá sig. Þá munu frumvörp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og um opinber fjármál verða látin bíða líka. Ekki er reiknað með að haftafrumvörp fjármálaráðherra komi úr nefnd eftir fyrstu umræðu fyrr en um helgina og afgreiðslu þeirra gæti því lokið í næstu viku. Í dag er hins vegar reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu annarra mála og eru góðar líkur á að það takist í dag eða á morgun.
Alþingi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira