Samkeppni sparisjóðanna ekki mikil í stóra samhenginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 14:22 Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson. vísir/vilhelm Össur Skarphéðinsson vakti á ný athygli á málefnum Sparisjóðanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og virtust þeir deila svipuðum skoðunum. Fyrir tveimur dögum vakti Össur máls á því sama fyrir tveimur dögum undir liðnum störf þingsins en þá tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undir orð hans.Sjá einnig: Gagnrýna yfirtöku bankanna: „Það setur að mér hroll“ „Ég hef verið fullvissaður um það að hæstv. ríkisstjórn vinni að því ötullega að endurreisa sparisjóðina og sjá til þess að þeir verði áfram virkt afl á fjármálamarkaði. Nú hefur það hins vegar gerst að þrír sparisjóðir hafa verið hramsaðir upp og sporðrenndir af þremur viðskiptabönkum,“ sagði Össur. Þingmaðurinn bætti því við að ríkissjóður sæi þar á eftir mikilvægri eign sem hann á í sparisjóðunum, í það minnsta myndi hún verðfalla. Mikilvægt liðsinni byggðarlaga úti á landi hyrfu einnig á braut og að verknaðurinn myndi herða snöruna enn frekar að hálsi neytenda. Sparisjóðirnir hefðu getað orðið eina mótvægið við vaxtastefnu stóru bankanna.Ekki hægt að óska eftir sjálfstæði og inngripum á sama tíma „Bankasýslan fer með eignarhaldið og Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með starfseminni. Því miður hafa þessar einingar ekki náð sér á strik,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann bætti við að samkeppni sparisjóðanna væri hins vegar ekki mikil í stóra samhenginu. Uppsafnað eigin fé þeirra sé á bilinu fjórir til fimm milljarðar en eigið fé Landsbankans eins er um 250 milljarðar. „Það er ekki bæði hægt að halda því fram að ég sé með breytingum á Bankasýslunni að reyna að sölsa undir mig Bankasýsluna, sem megi alls ekki gerast, og segja í hinu orðinu: Bjarni, þú áttir að gera eitthvað og grípa í taumana eins og þú réðir yfir Bankasýslunni og hlut okkar í sparisjóðunum,” sagði Bjarni. Slíkt gengi einfaldlega ekki. Alþingi Tengdar fréttir Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson vakti á ný athygli á málefnum Sparisjóðanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og virtust þeir deila svipuðum skoðunum. Fyrir tveimur dögum vakti Össur máls á því sama fyrir tveimur dögum undir liðnum störf þingsins en þá tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undir orð hans.Sjá einnig: Gagnrýna yfirtöku bankanna: „Það setur að mér hroll“ „Ég hef verið fullvissaður um það að hæstv. ríkisstjórn vinni að því ötullega að endurreisa sparisjóðina og sjá til þess að þeir verði áfram virkt afl á fjármálamarkaði. Nú hefur það hins vegar gerst að þrír sparisjóðir hafa verið hramsaðir upp og sporðrenndir af þremur viðskiptabönkum,“ sagði Össur. Þingmaðurinn bætti því við að ríkissjóður sæi þar á eftir mikilvægri eign sem hann á í sparisjóðunum, í það minnsta myndi hún verðfalla. Mikilvægt liðsinni byggðarlaga úti á landi hyrfu einnig á braut og að verknaðurinn myndi herða snöruna enn frekar að hálsi neytenda. Sparisjóðirnir hefðu getað orðið eina mótvægið við vaxtastefnu stóru bankanna.Ekki hægt að óska eftir sjálfstæði og inngripum á sama tíma „Bankasýslan fer með eignarhaldið og Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með starfseminni. Því miður hafa þessar einingar ekki náð sér á strik,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann bætti við að samkeppni sparisjóðanna væri hins vegar ekki mikil í stóra samhenginu. Uppsafnað eigin fé þeirra sé á bilinu fjórir til fimm milljarðar en eigið fé Landsbankans eins er um 250 milljarðar. „Það er ekki bæði hægt að halda því fram að ég sé með breytingum á Bankasýslunni að reyna að sölsa undir mig Bankasýsluna, sem megi alls ekki gerast, og segja í hinu orðinu: Bjarni, þú áttir að gera eitthvað og grípa í taumana eins og þú réðir yfir Bankasýslunni og hlut okkar í sparisjóðunum,” sagði Bjarni. Slíkt gengi einfaldlega ekki.
Alþingi Tengdar fréttir Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45
Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51
Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00
Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30