Þorsteinn Már: Veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 15:15 Þorsteinn Már á fullri ferð í leik gegn ÍBV. vísir/stefán Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, var hetja sinna manna í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á nýliðum Leiknis. KR er nú búið að vinna tvo 1-0 sigra í röð og er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir FH sem það mætir í stórleik elleftu umferðar 19. júlí. „Það var frábært að skora. Það er alltaf léttir fyrir framherja að skora mörk. Að skora er það sem framherja eiga að gera,“ segir Þorsteinn Már við Vísi, en hann skoraði síðast í 5-0 bikarsigri á Keflavík 3. júní. Markið sem hann skoraði var nokkuð skrautlegt, en hann tók boltann viðstöðulaust á vítateigslínunni og skaut mátulega föstu skoti á markið sem Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, átti að verja.Var á leiðinni í vörn „Þetta var frábært skot, hvað meinarðu?“ segir Þosteinn og hlær aðspurður hvort hann hafi búist við því að skotið myndi enda í netinu. „Ég bjóst engan veginn við því að boltinn færi inn. Eyjólfur er svo fljótur að koma boltanum í leik að ég var lagður af stað í vörn nánast um leið og ég skaut.“ Þorsteinn Már kom inn af bekknum í gær, en hann hefur byrjað á bekknum í síðustu fjórum leikjum KR í deild og bikar.Enginn sáttur á bekknum „Ég er ekkert sáttur við mína stöðu. Það er enginn sáttur á bekknum,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Vísis er Þorsteinn búinn að gera upp hug sinn og ætlar hann að semja við Breiðablik þegar félagaskiptaglugginn opnar. Hann hefur hafnað öðrum liðum sem sóttust eftir að fara í viðræður við hann. Aðspurður hvort hann ætli að yfirgefa KR í glugganum segir hann: „Það er ekkert ákveðið. Það er langt þar til glugginn opnar og margir mikilvægir leikir fram að því. Ég hugsa bara mín mál núna en einbeiti mér alfarið að KR og hugsa ekki um neitt annað núna.“ Fullyrt hefur verið, meðal annars í útvarpsþættinum Akraborginni á X977, að Þorsteinn sé með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara nái hann ekki ákveðnum mínútufjölda með KR áður en glugginn opnar. „Ég veit ekki hvernig menn eiga að hafa komist í samninginn minn,“ segir Þorsteinn Már, en er það þá ekki rétt? „Ég er með mína klásúlu en ég segi ekkert hvað stendur í henni,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki