Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 1-2 | Sjáðu furðulega sjálfsmarkið Haraldur Árni Hróðmarsson á Nettó-vellinum í Keflavík skrifar 14. júní 2015 21:00 Keflavík og Valur mættust í 8. umferð Pepsideildarinnar á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar í neðsta sæti með einungis 4 stig á meðan Valsarar voru með 11 stig í 5. sæti og búnir að vinna tvo leiki í röð. Valur vann, 2-1. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur en Valsarar náðu frumkvæðinu og héldu boltanum betur án þess þó að skapa sér marktækifæri að neinu ráði. Keflvíkingar beittu skyndisóknum þegar þeir unnu boltann og var leikurinn í jafnvægi lungan úr hálfleiknum eða þar til á 40. mínútu þegar Gunnar Jarl Jónsson dómari dæmdi vítaspyrnu á Harald Frey Guðmundsson, fyrirliða Keflvíkinga. Haukur Páll Sigurðsson stökk þá upp í skallabolta en Haraldur virtist ýta í bakið á honum og vítaspyrna dæmd við litla hrifningu heimamanna. Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði með fastri spyrnu sem Sindri Kristinn Ólafsson var hársbreidd frá því að verja. Mínútu síðar barst langur bolti inn á vallarhelming Keflvíkinga og samskiptaleysi á milli Kiko Insa og Sindra Kristins varð til þess að Spánverjinn skoraði í eigið net. Sindri ætlaði augljóslega að hlaupa út og hirða boltann en skilaboðin þess efnis bárust augljóslega ekki til Kiko sem sendi boltann til baka þar sem enginn stóð. Afar óheppilegt mark og Keflavík óvænt orðið tveimur mörkum undir í leik sem ekkert hafði gerst í. Greinilegt var að Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar liðsins, náðu að kveikja bál í sínum mönnum í búningsklefanum. Allt annað var að sjá til Keflvíkinga í síðari hálfleik. Þeir tóku frumkvæðið og gerðu harða hríð að vörn Valsara. Kristinn Ingi fékk þó dauðafæri á 52. mínútu eftir mistök Haralds Freys en markmaðurinn ungi, Sindri Kristinn, varði glæsilega. Á 62. mínútu urðu Ingvari Kale á mistök í marki Vals þegar hann kom út og skallaði boltann í innkast því boltastrákur Keflavíkur var vel með á nótunum og kastaði öðrum bolta til sinna manna, eins og starf hans snýst um, sem komu boltanum á Hólmar Örn. Hólmar lét vaða af35 metra færi í stöngina og inn. Ingvar átti í talsverðum erfiðleikum eftir markið og átti mörg vafasöm úthlaup sem sköpuðu óþarfa hættu við mark Valsara. Sókn Keflavíkur var þung undir lok leiksins en liðið náði ekki að skapa sér almennileg færi og sigur Valsara var ekki í mikilli hættu. Erfitt er að kalla sigurinn sanngjarnan en Keflvíkingar geta nagað á sér handarbökin, hvort sem vítaspyrnan var réttur dómur eða ekki. Hörður Sveinsson virtist togna á læri í leiknum og erfitt er að sjá hver getur leitt framlínu Keflvíkinga ef hans nýtur ekki við næstu vikunnar. Sterkur sigur hjá Val þó staðreynd og liðið virðist til alls líklegt eftir þrjá sigurleiki í röð. Liðið spilar ágætis fótbolta og miðvarðaparið, Orri Sveinn og Thomas Christensen, er feykisterkt. Spennandi verður að fylgjast með þeim í framhaldinu því þeir gætu vel blandað sér í toppbaráttuna af fullum krafti.Haukur Ingi: Erum að vinna með ákveðna hugmyndafræði Haukur Ingi Guðnason var upplitsdjarfur þrátt fyrir tap á heimavelli. Aðspurður um vikuna fyrir leik sagði Haukur: „Fyrsta þjálfaravikan gekk ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki skilað þremur stigum, við erum að vinna með ákveðna hugmyndafræði sem strákarnir hafa tekið vel í og við þurfum einfaldlega að halda okkar striki. Strákarnir eru hundsvekktir að hafa ekki náð að jafna leikinn sem er jákvætt fyrir framhaldið.“ Haukur Ingi var ekki sannfærður um vítaspyrnudóminn: „Mér fannst, án þess að hafa séð þetta atvik í sjónvarpi, þetta vera ansi strangur dómur. Ef þetta var víti hefði verið hægt að dæma 3-4 víti í þessum leik er ég sannfærður um. En vissulega er það rétt að á tveimur mínútum lendum skyndilega tveimur mörkum undir og það getur verið ansi brött brekka að klífa. Við Jóhann ræddum það við liðið í hálfleik að það væri ansi auðvelt að brotna niður við slíkt mótlæti en heilt yfir erum við afar sáttir með viðbrögð liðsins í síðari hálfleik, menn lögðu sig fram og reyndu að ná í stig." Hörður Sveinsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik. „Hörður virtist togna og það leit ekki vel út fyrir okkur. Það er slæmt að missa hann í 2-4 vikur þar sem hann hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur,“ sagði Haukur Ingi að lokum.Haraldur Freyr: Fáum fullt af stigum Haraldur Freyr tók í sama streng og þjálfarinn. „Heilt yfir var frammistaðan fín fyrir utan þessar 2-3 mínútur í fyrri hálfleik sem réðu úrslitum að lokum. Mér fannst vítaspyrnan mjög soft, ég set vissulega hendina í Hauk Pál en ef þetta er víti þá þarf að dæma ansi mörg víti í hverjum einasta fótboltaleik. Ég held að við getum náð í fullt af stigum í framhaldinu, mér þokkalega á framhaldið og við erum bara brattir og munum halda áfram að bæta okkar leik,“ sagði fyrirliði Keflvíkinga.Ólafur: Bætum bara við mörkum í næsta leik Ólafur Jóhannesson var léttur í leikslok. „Þetta var hörkuleikur eins og við bjuggumst við þar sem Keflvíkingar fengu sjálfstraust úr síðasta leik. Fyrri hálfleikur var frekar daufur en mér fannst við vera með yfirhöndina og skyndilega var staðan orðin 2-0 fyrir okkur og við í frábærri stöðu. Í síðari hálfleik þá héldum við boltanum illa, snertum hann of mikið og leystum Keflvíkingana ekki nógu vel. En vörnin hélt og stóð stig feykilega vel,“ sagði hann. Valsarar fengu nokkur góð færi til að gera út um leikinn en tókst að klúðra þeim öllum. „Við fáum nokkur góð færi til að bæta við þriðja markinu en það gerðist ekki, við gerum það bara í næsta leik,“ sagði Ólafur glottandi . Aðspurður hvort spekingar hefðu fyrir mótið misreiknað Valsliðið og talið þá veikari en þeir eru vildi Ólafur ekkert gefa upp: „Ég veit svosem ekkert hvað spekingum fannst um okkur en við höldum okkar striki og við erum á ágætis stað í deildinni og ánægðir með stigasöfnunina hingað til.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Keflavík og Valur mættust í 8. umferð Pepsideildarinnar á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar í neðsta sæti með einungis 4 stig á meðan Valsarar voru með 11 stig í 5. sæti og búnir að vinna tvo leiki í röð. Valur vann, 2-1. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur en Valsarar náðu frumkvæðinu og héldu boltanum betur án þess þó að skapa sér marktækifæri að neinu ráði. Keflvíkingar beittu skyndisóknum þegar þeir unnu boltann og var leikurinn í jafnvægi lungan úr hálfleiknum eða þar til á 40. mínútu þegar Gunnar Jarl Jónsson dómari dæmdi vítaspyrnu á Harald Frey Guðmundsson, fyrirliða Keflvíkinga. Haukur Páll Sigurðsson stökk þá upp í skallabolta en Haraldur virtist ýta í bakið á honum og vítaspyrna dæmd við litla hrifningu heimamanna. Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði með fastri spyrnu sem Sindri Kristinn Ólafsson var hársbreidd frá því að verja. Mínútu síðar barst langur bolti inn á vallarhelming Keflvíkinga og samskiptaleysi á milli Kiko Insa og Sindra Kristins varð til þess að Spánverjinn skoraði í eigið net. Sindri ætlaði augljóslega að hlaupa út og hirða boltann en skilaboðin þess efnis bárust augljóslega ekki til Kiko sem sendi boltann til baka þar sem enginn stóð. Afar óheppilegt mark og Keflavík óvænt orðið tveimur mörkum undir í leik sem ekkert hafði gerst í. Greinilegt var að Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar liðsins, náðu að kveikja bál í sínum mönnum í búningsklefanum. Allt annað var að sjá til Keflvíkinga í síðari hálfleik. Þeir tóku frumkvæðið og gerðu harða hríð að vörn Valsara. Kristinn Ingi fékk þó dauðafæri á 52. mínútu eftir mistök Haralds Freys en markmaðurinn ungi, Sindri Kristinn, varði glæsilega. Á 62. mínútu urðu Ingvari Kale á mistök í marki Vals þegar hann kom út og skallaði boltann í innkast því boltastrákur Keflavíkur var vel með á nótunum og kastaði öðrum bolta til sinna manna, eins og starf hans snýst um, sem komu boltanum á Hólmar Örn. Hólmar lét vaða af35 metra færi í stöngina og inn. Ingvar átti í talsverðum erfiðleikum eftir markið og átti mörg vafasöm úthlaup sem sköpuðu óþarfa hættu við mark Valsara. Sókn Keflavíkur var þung undir lok leiksins en liðið náði ekki að skapa sér almennileg færi og sigur Valsara var ekki í mikilli hættu. Erfitt er að kalla sigurinn sanngjarnan en Keflvíkingar geta nagað á sér handarbökin, hvort sem vítaspyrnan var réttur dómur eða ekki. Hörður Sveinsson virtist togna á læri í leiknum og erfitt er að sjá hver getur leitt framlínu Keflvíkinga ef hans nýtur ekki við næstu vikunnar. Sterkur sigur hjá Val þó staðreynd og liðið virðist til alls líklegt eftir þrjá sigurleiki í röð. Liðið spilar ágætis fótbolta og miðvarðaparið, Orri Sveinn og Thomas Christensen, er feykisterkt. Spennandi verður að fylgjast með þeim í framhaldinu því þeir gætu vel blandað sér í toppbaráttuna af fullum krafti.Haukur Ingi: Erum að vinna með ákveðna hugmyndafræði Haukur Ingi Guðnason var upplitsdjarfur þrátt fyrir tap á heimavelli. Aðspurður um vikuna fyrir leik sagði Haukur: „Fyrsta þjálfaravikan gekk ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki skilað þremur stigum, við erum að vinna með ákveðna hugmyndafræði sem strákarnir hafa tekið vel í og við þurfum einfaldlega að halda okkar striki. Strákarnir eru hundsvekktir að hafa ekki náð að jafna leikinn sem er jákvætt fyrir framhaldið.“ Haukur Ingi var ekki sannfærður um vítaspyrnudóminn: „Mér fannst, án þess að hafa séð þetta atvik í sjónvarpi, þetta vera ansi strangur dómur. Ef þetta var víti hefði verið hægt að dæma 3-4 víti í þessum leik er ég sannfærður um. En vissulega er það rétt að á tveimur mínútum lendum skyndilega tveimur mörkum undir og það getur verið ansi brött brekka að klífa. Við Jóhann ræddum það við liðið í hálfleik að það væri ansi auðvelt að brotna niður við slíkt mótlæti en heilt yfir erum við afar sáttir með viðbrögð liðsins í síðari hálfleik, menn lögðu sig fram og reyndu að ná í stig." Hörður Sveinsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik. „Hörður virtist togna og það leit ekki vel út fyrir okkur. Það er slæmt að missa hann í 2-4 vikur þar sem hann hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur,“ sagði Haukur Ingi að lokum.Haraldur Freyr: Fáum fullt af stigum Haraldur Freyr tók í sama streng og þjálfarinn. „Heilt yfir var frammistaðan fín fyrir utan þessar 2-3 mínútur í fyrri hálfleik sem réðu úrslitum að lokum. Mér fannst vítaspyrnan mjög soft, ég set vissulega hendina í Hauk Pál en ef þetta er víti þá þarf að dæma ansi mörg víti í hverjum einasta fótboltaleik. Ég held að við getum náð í fullt af stigum í framhaldinu, mér þokkalega á framhaldið og við erum bara brattir og munum halda áfram að bæta okkar leik,“ sagði fyrirliði Keflvíkinga.Ólafur: Bætum bara við mörkum í næsta leik Ólafur Jóhannesson var léttur í leikslok. „Þetta var hörkuleikur eins og við bjuggumst við þar sem Keflvíkingar fengu sjálfstraust úr síðasta leik. Fyrri hálfleikur var frekar daufur en mér fannst við vera með yfirhöndina og skyndilega var staðan orðin 2-0 fyrir okkur og við í frábærri stöðu. Í síðari hálfleik þá héldum við boltanum illa, snertum hann of mikið og leystum Keflvíkingana ekki nógu vel. En vörnin hélt og stóð stig feykilega vel,“ sagði hann. Valsarar fengu nokkur góð færi til að gera út um leikinn en tókst að klúðra þeim öllum. „Við fáum nokkur góð færi til að bæta við þriðja markinu en það gerðist ekki, við gerum það bara í næsta leik,“ sagði Ólafur glottandi . Aðspurður hvort spekingar hefðu fyrir mótið misreiknað Valsliðið og talið þá veikari en þeir eru vildi Ólafur ekkert gefa upp: „Ég veit svosem ekkert hvað spekingum fannst um okkur en við höldum okkar striki og við erum á ágætis stað í deildinni og ánægðir með stigasöfnunina hingað til.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira