Fótbolti

Mihajlovic tekur við AC Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sinisa Mihajlovic, fyrrum landsliðsþjálfari Serbíu, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri AC Milan. Þetta var tilkynnt í morgun, skömmu eftir að ljóst varð að Filippo Inzaghi hafði verið sagt upp störfum.

Mihajlovic er 46 ára gamall og fyrrum varnarjaxl í júgóslavneska landsliðinu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning en síðast var hann knattspyrnustjóri Sampdoria.

Undir stjórn Inzaghi varð AC Milan í tíunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, 35 stigum á eftir meisturum Juventus. Liðið vann aðeins þrettán leiki allt tímabilið.

Mihajlovic lék með Roma, Sampdoria, Lazio og Inter á löngum ferli sínum en hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarmaður Roberto Mancini hjá Inter. Hann hefur síðan stýrt Bologna, Catania, Fiorentina og nú síðast Sampdoria.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×