Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2025 21:45 Alan Shearer er goðsögn hjá Newcastle og fyrrum fyrirliði liðsins. Hann hefur líka skorað fleiri mörk en allir sem hafa reynt fyrir sér í ensu úrvalsdeildinni. Getty/Matt Roberts Alan Shearer er allt annað en sáttur með að félagið hans Newcastle United þurfi mögulega að horfa á eftir sínum besta leikmanni til Englandsmeistara Liverpool. Hann er sérstaklega óhress með skilaboðin sem berast frá félaginu sjálfu. Hinn 25 ára gamli Alexander Isak er nú sagður vilja yfirgefa Newcastle og komast til Liverpool. Newcastle hefur ítrekað það í allt sumar að Svíinn sé ekki til sölu. Isak fór ekki með Newcastle í æfingaferð til Asíu og hvort sem hann glímir við lítil meiðsli eða ekki þá er það stór yfirlýsing varðandi hans framtíðarplön. Shearer, markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og fyrrum leikmaður Newcastle, er öskureiður yfir stöðu og þróun mála. „Héldu þau virkilega að fólk sæi ekki í gengum þetta,“ spurði Alan Shearer í samtali við The Mirror. Isak er að glíma við meiðsli aftan í læri en um leið og Newcastle gaf út þá ástæðu fyrir fjarveru hans í Asíuferðinni þá kom það fram í mörgum enskum fjölmiðlum að Svinn vildi í raun komast í burtu frá St. James Park og dreymdi um að spila í rauðu á Anfield. „Þetta er bara fáránlegt. Hvernig geta þau sagt að þetta sé vegna meiðsla aftan í læri. Þetta eru mikil vonbrigði. Þau áttu að segja sannleikann strax,“ sagði Shearer. „Eddie Howe [knattspyrnustjóri Newcastle] þarf að gera allt sem hann getur til að reyna að sannfæra hann um að vera áfram, í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Ef það gengur ekki upp þá er það bara þannig. Ef einhver vill borga fyrir hann 150 milljónir punda og hann vill sjálfur endilega komast í burtu þá er ekki hægt að standa í vegi fyrir því,“ sagði Shearer. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Alexander Isak er nú sagður vilja yfirgefa Newcastle og komast til Liverpool. Newcastle hefur ítrekað það í allt sumar að Svíinn sé ekki til sölu. Isak fór ekki með Newcastle í æfingaferð til Asíu og hvort sem hann glímir við lítil meiðsli eða ekki þá er það stór yfirlýsing varðandi hans framtíðarplön. Shearer, markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og fyrrum leikmaður Newcastle, er öskureiður yfir stöðu og þróun mála. „Héldu þau virkilega að fólk sæi ekki í gengum þetta,“ spurði Alan Shearer í samtali við The Mirror. Isak er að glíma við meiðsli aftan í læri en um leið og Newcastle gaf út þá ástæðu fyrir fjarveru hans í Asíuferðinni þá kom það fram í mörgum enskum fjölmiðlum að Svinn vildi í raun komast í burtu frá St. James Park og dreymdi um að spila í rauðu á Anfield. „Þetta er bara fáránlegt. Hvernig geta þau sagt að þetta sé vegna meiðsla aftan í læri. Þetta eru mikil vonbrigði. Þau áttu að segja sannleikann strax,“ sagði Shearer. „Eddie Howe [knattspyrnustjóri Newcastle] þarf að gera allt sem hann getur til að reyna að sannfæra hann um að vera áfram, í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Ef það gengur ekki upp þá er það bara þannig. Ef einhver vill borga fyrir hann 150 milljónir punda og hann vill sjálfur endilega komast í burtu þá er ekki hægt að standa í vegi fyrir því,“ sagði Shearer.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira