Veit enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2015 06:00 Kristinn er búinn að koma að átta mörkum Breiðabliks í sumar. vísir/pjetur Það er ekki oft að vinstri bakvörður er eitt hættulegasta sóknarvopn liðs í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. En það er engu að síður tilfellið hjá Breiðabliki og Kristni Jónssyni. Kristinn opnaði markareikninginn sinn í sumar með tveimur mörkum gegn Víkingum á sunnudagskvöld en hefur þar að auki lagt upp sex mörk í sumar. Þar fyrir utan er hann hluti af varnarlínu sem hélt marki Breiðabliks hreinu í 451 mínútu þar til að Rolf Toft kom boltanum fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni um helgina. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa – Blikar hafa unnið fimm leiki í röð, eru taplausir og geta komið sér á toppinn með sigri á FH á sunnudagskvöld. „Við erum ekkert byrjaðir að hugsa um þann leik,“ sagði Kristinn, en Breiðablik mætir KA í 16-liða úrslitum bikarsins á fimmtudag. „Við eigum von á erfiðum leik gegn KA og erum að einbeita okkur að honum. Við mættum KA í úrslitum Lengjubikarsins og vitum hvað liðið er öflugt.“Kom heim til að núllstilla mig Kristinn er uppalinn Bliki en síðasta sumar var hann lánaður til Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að liðið hafi fallið og Kristinn hafi verið meiddur stóran hluta tímabilsins talar hann um dvöl sína á afar jákvæðum nótum. „Þetta var hrikalega góð reynsla og ég lærði helling sem ég hafði ekki lært í Breiðabliki. Það blés á móti þarna úti enda staðan á liðinu erfið, en það er ekki nokkur spurning að þetta er reynsla sem mun gagnast mér í framtíðinni,“ segir Kristinn, sem segir að vegna meiðsla sinna hafi það í raun aldrei komið til tals að framlengja dvölina hjá félaginu eða leita annarra tækifæra. „Ég kom því heim með það í huga að núllstilla mig og ná mér fyrst og fremst góðum af meiðslunum. En þetta var góð reynsla og ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla knattspyrnumenn. Núna veit ég enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig til að ná árangri.“Smitandi áhrif Höskuldar Kristinn hefur verið að spila af slíkri getu í sumar að það kæmi ekki á óvart að erlend félög væru byrjuð að renna hýru auga til hans. En hvað er Kristinn að gera öðruvísi nú en fyrir önnur tímabil með Breiðabliki? „Ég er fyrst og fremst með gott fólk í kringum mig – mjög góða sjúkraþjálfara sem hafa gert mikið fyrir mig. Þá æfði ég mikið með Höskuldi Gunnlaugssyni í vetur. Það er hrikalega flottur strákur og metnaður hans hefur haft smitandi áhrif á mig. Höskuldur er nefnilega algjörlega gegnheill strákur og heiðarlegur sem kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur,“ segir Kristinn um félaga sinn, en saman mynda þeir ógnarsterkt par á vinstri vængnum hjá Breiðabliki. Þess ber að geta að Höskuldur skoraði eitt mark gegn Víkingum og lagði svo upp eitt til viðbótar, einmitt fyrir Kristin. Höskuldur var þá nýbúinn að skora tvö mörk í 3-0 sigri U-21 liðs Íslands á Makedóníu í undankeppni EM 2017. „Það hefur gengið hrikalega vel hjá okkur Höskuldi en ég verð samt að minnast á að það eru fleiri að spila vel hjá okkur sem hafa ef til vill fengið minni athygli. Andri Rafn [Yeoman], Oliver [Sigurjónsson] og svo Damir [Muminovic, miðvörður] sem hefur verið hrikalega öflugur í vörninni. Það hefur verið mjög gott að spila með honum.“Gera sitt besta hverju sinni Kristinn var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með sæti í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hann veit að hann á betri möguleika á að halda sæti sínu þar með því að komast aftur í atvinnumennsku. „Ég er auðvitað með mín markmið eins og aðrir. En eitt af því sem Arnar Grétarsson [þjálfari Breiðabliks] hefur hamrað á og gerði í allan vetur er að við eigum að lifa í núinu og gera það besta sem við getum hverju sinni. Það muni skila sér í einhverju stærra. Það er einmitt það sem við erum að gera hjá Breiðabliki.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00 Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Það er ekki oft að vinstri bakvörður er eitt hættulegasta sóknarvopn liðs í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. En það er engu að síður tilfellið hjá Breiðabliki og Kristni Jónssyni. Kristinn opnaði markareikninginn sinn í sumar með tveimur mörkum gegn Víkingum á sunnudagskvöld en hefur þar að auki lagt upp sex mörk í sumar. Þar fyrir utan er hann hluti af varnarlínu sem hélt marki Breiðabliks hreinu í 451 mínútu þar til að Rolf Toft kom boltanum fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni um helgina. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa – Blikar hafa unnið fimm leiki í röð, eru taplausir og geta komið sér á toppinn með sigri á FH á sunnudagskvöld. „Við erum ekkert byrjaðir að hugsa um þann leik,“ sagði Kristinn, en Breiðablik mætir KA í 16-liða úrslitum bikarsins á fimmtudag. „Við eigum von á erfiðum leik gegn KA og erum að einbeita okkur að honum. Við mættum KA í úrslitum Lengjubikarsins og vitum hvað liðið er öflugt.“Kom heim til að núllstilla mig Kristinn er uppalinn Bliki en síðasta sumar var hann lánaður til Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að liðið hafi fallið og Kristinn hafi verið meiddur stóran hluta tímabilsins talar hann um dvöl sína á afar jákvæðum nótum. „Þetta var hrikalega góð reynsla og ég lærði helling sem ég hafði ekki lært í Breiðabliki. Það blés á móti þarna úti enda staðan á liðinu erfið, en það er ekki nokkur spurning að þetta er reynsla sem mun gagnast mér í framtíðinni,“ segir Kristinn, sem segir að vegna meiðsla sinna hafi það í raun aldrei komið til tals að framlengja dvölina hjá félaginu eða leita annarra tækifæra. „Ég kom því heim með það í huga að núllstilla mig og ná mér fyrst og fremst góðum af meiðslunum. En þetta var góð reynsla og ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla knattspyrnumenn. Núna veit ég enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig til að ná árangri.“Smitandi áhrif Höskuldar Kristinn hefur verið að spila af slíkri getu í sumar að það kæmi ekki á óvart að erlend félög væru byrjuð að renna hýru auga til hans. En hvað er Kristinn að gera öðruvísi nú en fyrir önnur tímabil með Breiðabliki? „Ég er fyrst og fremst með gott fólk í kringum mig – mjög góða sjúkraþjálfara sem hafa gert mikið fyrir mig. Þá æfði ég mikið með Höskuldi Gunnlaugssyni í vetur. Það er hrikalega flottur strákur og metnaður hans hefur haft smitandi áhrif á mig. Höskuldur er nefnilega algjörlega gegnheill strákur og heiðarlegur sem kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur,“ segir Kristinn um félaga sinn, en saman mynda þeir ógnarsterkt par á vinstri vængnum hjá Breiðabliki. Þess ber að geta að Höskuldur skoraði eitt mark gegn Víkingum og lagði svo upp eitt til viðbótar, einmitt fyrir Kristin. Höskuldur var þá nýbúinn að skora tvö mörk í 3-0 sigri U-21 liðs Íslands á Makedóníu í undankeppni EM 2017. „Það hefur gengið hrikalega vel hjá okkur Höskuldi en ég verð samt að minnast á að það eru fleiri að spila vel hjá okkur sem hafa ef til vill fengið minni athygli. Andri Rafn [Yeoman], Oliver [Sigurjónsson] og svo Damir [Muminovic, miðvörður] sem hefur verið hrikalega öflugur í vörninni. Það hefur verið mjög gott að spila með honum.“Gera sitt besta hverju sinni Kristinn var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með sæti í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hann veit að hann á betri möguleika á að halda sæti sínu þar með því að komast aftur í atvinnumennsku. „Ég er auðvitað með mín markmið eins og aðrir. En eitt af því sem Arnar Grétarsson [þjálfari Breiðabliks] hefur hamrað á og gerði í allan vetur er að við eigum að lifa í núinu og gera það besta sem við getum hverju sinni. Það muni skila sér í einhverju stærra. Það er einmitt það sem við erum að gera hjá Breiðabliki.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00 Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00
Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn