Ísland á tvo af níu bestu knattspyrnumönnum Norðurlanda frá upphafi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 12:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson eru og voru ansi góðir í fótbolta. vísir/getty Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir á lista yfir bestu tíu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi. Það er sænska blaðið Aftonbladet sem stendur fyrir kosningunni, en það fékk einn blaðamann og einn knattspyrnumann eða þjálfara frá hverju landi á Norðurlöndum til að setja saman 15 manna lista. Útkoman er listi yfir 20 bestu leikmenn Norðurlanda frá upphafi þar sem Ásgeir Sigurvinsson er í sjöunda sæti og Eiður Smári Guðjohnsen í níunda sæti. Ásgeir Sigurvinsson var meistari með Stuttgart árið 1984 og kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar sama ár, en Eiður Smári hefur unnið Englandsmeistaratitilinn, Spánarmeistaratitilinn, Meistaradeildina og er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.Michael Laudrup er bestur í sögu Norðurlandanna.vísir/gettyDaninn Michael Laudrup er besti knattspyrnumaður Norðurlanda samkvæmt þessari kosningu, en hann vann Meistaradeildina með með Barcelona árið 1992 og Spánarmeistaratitilinn fimm ár í röð. Þá varð hann Ítalíumeistari með Juventus og Hollandsmeistari með Ajax. Zlatan Ibrahimovic frá Svíþjóð er í öðru sæti, en hann hefur orðið deildarmeistari í 14 skipti á síðustu 15 árum í fjórum löndum. Danir eiga þrjá af fjórum efstu á listanum því markvörðurinn Peter Schmeichel er í þriðja sæti og Allan Simoensen í fjórða sæti. Finninn Jari Litmanen er í fimmta sæti listans.10 bestu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi: 1. Michael Laudrup, Danmörku 2. Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð 3. Peter Schmeichel, Danmörku 4. Allan Simonsen, Danmörku 5. Jari Litmanen, Finnlandi 6. Henrik Larsson, Svíþjóð 7. Ásgeir Sigurvinsson, Íslandi 8. Gunnar Nordahl, Svíþjóð 9. Eidur Smári Guðjohnsen, Íslandi 10. Brian Laudrup, DanmörkuHér má sjá listann í heild sinni. Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir á lista yfir bestu tíu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi. Það er sænska blaðið Aftonbladet sem stendur fyrir kosningunni, en það fékk einn blaðamann og einn knattspyrnumann eða þjálfara frá hverju landi á Norðurlöndum til að setja saman 15 manna lista. Útkoman er listi yfir 20 bestu leikmenn Norðurlanda frá upphafi þar sem Ásgeir Sigurvinsson er í sjöunda sæti og Eiður Smári Guðjohnsen í níunda sæti. Ásgeir Sigurvinsson var meistari með Stuttgart árið 1984 og kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar sama ár, en Eiður Smári hefur unnið Englandsmeistaratitilinn, Spánarmeistaratitilinn, Meistaradeildina og er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.Michael Laudrup er bestur í sögu Norðurlandanna.vísir/gettyDaninn Michael Laudrup er besti knattspyrnumaður Norðurlanda samkvæmt þessari kosningu, en hann vann Meistaradeildina með með Barcelona árið 1992 og Spánarmeistaratitilinn fimm ár í röð. Þá varð hann Ítalíumeistari með Juventus og Hollandsmeistari með Ajax. Zlatan Ibrahimovic frá Svíþjóð er í öðru sæti, en hann hefur orðið deildarmeistari í 14 skipti á síðustu 15 árum í fjórum löndum. Danir eiga þrjá af fjórum efstu á listanum því markvörðurinn Peter Schmeichel er í þriðja sæti og Allan Simoensen í fjórða sæti. Finninn Jari Litmanen er í fimmta sæti listans.10 bestu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi: 1. Michael Laudrup, Danmörku 2. Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð 3. Peter Schmeichel, Danmörku 4. Allan Simonsen, Danmörku 5. Jari Litmanen, Finnlandi 6. Henrik Larsson, Svíþjóð 7. Ásgeir Sigurvinsson, Íslandi 8. Gunnar Nordahl, Svíþjóð 9. Eidur Smári Guðjohnsen, Íslandi 10. Brian Laudrup, DanmörkuHér má sjá listann í heild sinni.
Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira