Það er ekki eitt, það er allt Benóný Harðarson skrifar 22. maí 2015 10:44 Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir!
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun