Það er ekki eitt, það er allt Benóný Harðarson skrifar 22. maí 2015 10:44 Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir!
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar