Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:00 mynd/landvernd Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira