Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:00 mynd/landvernd Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira