Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2025 07:00 Sigríður Margrét er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm og Anton Brink Samtök atvinnulífsins, SA, telja nýja skýrslu aðgerðahóps forsætisráðherra um brúun umönnunarbilsins ekki svara mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. Því sé ekki tímabært að ræða lögfestingu leikskólastigsins. Í bókun SA við skýrslu aðgerðahóps um brúun umönnunarbilsins sem kom út í vikunni segir að sé þessum spurningum ekki svarað telji SA ekki tímabært að leggja til að réttur barna til leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur. „Enda leysir lögfesting sem slík engan undirliggjandi vanda sem kann að snúa t.a.m. að lýðfræðilegum þáttum, kostnaði við rekstur leikskóla eða kröfum um menntun eða mönnun þess starfsfólks sem á þeim starfar,“ segir í bókuninni. Fimm aðgerðir til að brúa bilið Skýrsla aðgerðahópsins var birt í fyrradag og eru lagðar fram í henni fimm aðgerðir sem hópurinn telur mikilvægar til að brúa umönnunarbilið, það er bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og barn kemst inn á leikskóla. Aðgerðirnar eru að lögfesta ábyrgð sveitarfélaga á rekstri leikskóla og að gert verði samkomulag um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga við að brúa umönnunarbilið, að réttur barns til leikskóladvalar að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur í skrefum, að leikskólastigið verði styrkt, að fagstéttir verði efldar til stuðnings inngildandi menntunar og síðasta aðgerðin lýtur að því að mótuð verði heildstæð stefna hins opinbera um stuðning og þjónustu við fjölskyldur ungra barna. Hvað varðar fyrstu aðgerðina segir að forsætisráðuneytið eigi að hafa forgöngu um viðræður og gerð samkomulags milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við hlutaðeigandi ráðuneyti. Viðræðunefnd aðila verði sett á fót í ársbyrjun 2026 og ljúki störfum eigi síðar en í maí sama ár. Þá segir að mennta- og barnamálaráðuneyti eigi að vinna frumvarp um nauðsynlegar breytingar til að gera rekstur leikskóla að lögbundnu hlutverki sveitarfélaga í samstarfi við innviðaráðuneyti sem lagt verði fyrir Alþingi eigi síðar en á haustþingi 2026. Lögfesta fyrst frá 18 mánaða Í skýrslunni segir að byrja eigi á því að lögfesta rétt barna frá 18 mánaða aldri en að árið 2030 eigi að vera búið að lögfesta og tryggja rétt barna frá fæðingarorlofi til leikskólavistar. Í tilkynningu ráðuneytisins um skýrsluna kom fram að í henni væri til dæmis að finna yfirlit yfir nýtingu fæðingarorlofs en þar kemur til dæmis fram að mæður hafa aldrei nýtt fleiri daga í fæðingarorlofi en í gildandi kerfi og á sama tíma komast flestir feður mjög nærri því að fullnýta sjálfstæðan rétt sinn innan kerfisins sem eru sex mánuðir. Í skýrslunni er farið yfir þróun fæðingarorlofsins og leikskólastigsins. Þar er fjallað um löggjöf og inntöku barna í leikskóla, mannfjöldaþróun, dagforeldrakerfið og þessi kerfi skoðuð í samanburði við nágrannalönd okkar. Þá eru einnig metin áhrifin á börn og metinn kostnaður og þjóðhagslegt mat á því að brúa umönnunarbilið. Í skýrslunni segir að til að brúa bilið þurfi að tryggja börnum leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi, skýra stefnu fyrir fjölskyldur ungra barna, styrkingu leikskólastigsins og að tryggja mönnun þess. Vinna í tengslum við kjarasamninga Í bókun SA um skýrsluna er farið nokkuð ítarlega yfir forsögu málsins. Hópurinn hafi verið skipaður árið 2024 í kjölfar nýrra kjarasamninga og samkvæmt skipunarbréfi hafi hann átt að vinna að tímasettri áætlun til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, en gildistími samninganna er til janúar 2028. Í bréfinu hafi einnig komið fram að horfa ætti heildstætt á umönnun og menntun barna frá 0-18 ára en ákveðið á fyrsta fundi að það væri of viðamikið verkefni miðað við tímaramma og ákveðið að afmarka vinnu við að þróa lausn við brúun bilsins milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í bókuninni segir að þó svo að í skýrslunni komi fram ýmsar gagnlegar upplýsingar telji þau skorta sannfærandi rökstuðning fyrir tillögum 1 og 2 sem snúa að lögfestingu og verkaskiptingu og fjármögnun milli ríkis og sveitarfélaga og lögfestingu á rétti barna til leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Ekki hafi tekist að sýna fram á nákvæmlega hvaða þættir hafi valdið því að mörgum sveitarfélögum hafi ekki tekist að brúa þetta bil. Sum sveitarfélög hafi ráðist í gagngerar breytingar á starfseminni og SA telur að hópurinn hefði getað kannað betur breytileika á milli sveitarfélaga og kanna hvaða eða hvort þessar breytingar hafi skilað árangri. SA bendir á skort á samræmdum gögnum um biðlista barna og innritun, húsakost og mönnun. „Ákjósanlegt væri að bæta fáanleika gagna hvað varðar raunstöðu leikskólastigsins og þar með umönnunarbilsins hverju sinni til að bæta gæði þeirra greininga sem tengjast málaflokknum,“ segir í bókuninni. Ástæða til að skoða Norðurlöndin betur Þá gagnrýnir SA að hópurinn vísi til þess að hin Norðurlöndin hafi lögfest þennan rétt barna en hópurinn hafi á sama tíma ekki kannað undirliggjandi ástæður þess í hinum Norðurlöndunum. Það sé ríkt tilefni til að gera það. „Til að mynda kunna lýðfræðilegar ástæður að leika þar stórt hlutverk, svo sem lægra hlutfall barna á leikskólaaldri af mannfjölda á hinum Norðurlöndunum svo og mikil atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi og þar með meiri eftirspurn eftir leikskólaplássi. Þá ber að nefna ólíkar kröfur hvað varðar menntun leikskólastarfsfólks, en eins og fram kemur í skýrslunni gengur Ísland lengst allra Norðurlandanna þegar kemur að menntunarkröfum leikskólakennara. Jafnframt eru gerðar ríkar kröfur hér á landi hvað varðar hlutfall menntaðra leikskólakennara á hverjum leikskóla. Þá mætti nefna skemmri dvalartíma barna og meiri fjölda barna á hvern starfsmann á hinum Norðurlöndunum, ólíkan kostnað milli landa við hvert leikskólapláss og svo mætti áfram telja,“ segir í bókuninni. SA telja að skipting kostnaðar hagaðila vegna brúunar umönnunarbilsins skv. þjóðhagslegu mati þarfnist nánari skoðunar í samhengi við hvata sveitarfélaga til að veita slíka þjónustu. Í því samhengi væri til dæmis gagnlegt að skoða kostnaðarþátttöku foreldra, það er hlutfall leikskólagjalda af raunkostnaði við hvert leikskólapláss, í samanburði við önnur lönd og möguleg áhrif hennar á þjónustustig. Of löng innleiðing Þá segir í bókuninni að mati SA séu tillögur hópsins ekki í fullu samræmi við beiðni ráðuneytisins þar sem flestar þeirra krefjist langs innleiðingarferlis. Betra hefði verið að einblína á lausnir sem væri hægt að ráðast í á skemmri tímaramma. Í því samhengi nefna þau fyrirtækjaleikskóla og önnur dagvistunarúrræði sem hafa komið til umræðu síðustu misseri. „Treglega hefur þó gengið að ná samkomulagi um slíka starfsemi við sveitarfélög þrátt fyrir brýna þörf. Skoða hefði mátt nánar hvaða atriði standa helst í vegi fyrir slíkum lausnum. Einnig hefði verið gagnlegt að kanna ástæður þess að talsvert hefur dregið úr framboði á dagvistun í heimahúsum þrátt fyrir að ætla megi að eftirspurn foreldra eftir slíkri þjónustu sé enn mikil í ljósi viðvarandi skorts á leikskólavistun fyrir yngstu börnin. Slíkt úrræði hefur gegnt mikilvægu hlutverki við brúun bilsins á umliðnum árum og því tilefni til að kanna möguleika þess á að gera það áfram á meðan erfiðlega gengur að fjölga leikskólaplássum fyrir yngstu börnin,“ segir í bókuninni. Því segir SA að þeirra mati svari skýrslan ekki mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur hingað til, í mörgum tilvikum, ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu, þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. „Án þess að þeim spurningum sé svarað með fullnægjandi hætti telja samtökin ekki tímabært að leggja til að réttur barna til leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur. Enda leysir lögfesting sem slík engan undirliggjandi vanda sem kann að snúa t.a.m. að lýðfræðilegum þáttum, kostnaði við rekstur leikskóla eða kröfum um menntun eða mönnun þess starfsfólks sem á þeim starfar.“ SA áréttar þó að lokum í bókun sinni að tillögur aðgerðahópsins sem snúi að styrkingu leikskólastigsins, eflingu fagstétta í leikskólum og mótun heildstæðrar stefnu hins opinbera um stuðning og þjónustu við fjölskyldur ungra barna séu góðra gjalda verðar en eigi þó meira skylt við pólitíska langtímastefnumótun stjórnvalda en praktískar lausnir á þeim bráða en langvarandi vanda sem barnafjölskyldur standa frammi fyrir. Fæðingarorlof Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Bæjarstjóri Mosfellsbæjar vill að stjórnvöld skoði að lengja fæðingarorlof til að mæta vanda foreldra. Tal um breytingar á fyrirkomulagi leikskóla megi ekki fara fram í skotgröfum. 17. október 2025 21:00 Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59 Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með svokallað Kópavogsmódel. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. 2. október 2025 14:22 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira
Í bókun SA við skýrslu aðgerðahóps um brúun umönnunarbilsins sem kom út í vikunni segir að sé þessum spurningum ekki svarað telji SA ekki tímabært að leggja til að réttur barna til leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur. „Enda leysir lögfesting sem slík engan undirliggjandi vanda sem kann að snúa t.a.m. að lýðfræðilegum þáttum, kostnaði við rekstur leikskóla eða kröfum um menntun eða mönnun þess starfsfólks sem á þeim starfar,“ segir í bókuninni. Fimm aðgerðir til að brúa bilið Skýrsla aðgerðahópsins var birt í fyrradag og eru lagðar fram í henni fimm aðgerðir sem hópurinn telur mikilvægar til að brúa umönnunarbilið, það er bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og barn kemst inn á leikskóla. Aðgerðirnar eru að lögfesta ábyrgð sveitarfélaga á rekstri leikskóla og að gert verði samkomulag um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga við að brúa umönnunarbilið, að réttur barns til leikskóladvalar að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur í skrefum, að leikskólastigið verði styrkt, að fagstéttir verði efldar til stuðnings inngildandi menntunar og síðasta aðgerðin lýtur að því að mótuð verði heildstæð stefna hins opinbera um stuðning og þjónustu við fjölskyldur ungra barna. Hvað varðar fyrstu aðgerðina segir að forsætisráðuneytið eigi að hafa forgöngu um viðræður og gerð samkomulags milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við hlutaðeigandi ráðuneyti. Viðræðunefnd aðila verði sett á fót í ársbyrjun 2026 og ljúki störfum eigi síðar en í maí sama ár. Þá segir að mennta- og barnamálaráðuneyti eigi að vinna frumvarp um nauðsynlegar breytingar til að gera rekstur leikskóla að lögbundnu hlutverki sveitarfélaga í samstarfi við innviðaráðuneyti sem lagt verði fyrir Alþingi eigi síðar en á haustþingi 2026. Lögfesta fyrst frá 18 mánaða Í skýrslunni segir að byrja eigi á því að lögfesta rétt barna frá 18 mánaða aldri en að árið 2030 eigi að vera búið að lögfesta og tryggja rétt barna frá fæðingarorlofi til leikskólavistar. Í tilkynningu ráðuneytisins um skýrsluna kom fram að í henni væri til dæmis að finna yfirlit yfir nýtingu fæðingarorlofs en þar kemur til dæmis fram að mæður hafa aldrei nýtt fleiri daga í fæðingarorlofi en í gildandi kerfi og á sama tíma komast flestir feður mjög nærri því að fullnýta sjálfstæðan rétt sinn innan kerfisins sem eru sex mánuðir. Í skýrslunni er farið yfir þróun fæðingarorlofsins og leikskólastigsins. Þar er fjallað um löggjöf og inntöku barna í leikskóla, mannfjöldaþróun, dagforeldrakerfið og þessi kerfi skoðuð í samanburði við nágrannalönd okkar. Þá eru einnig metin áhrifin á börn og metinn kostnaður og þjóðhagslegt mat á því að brúa umönnunarbilið. Í skýrslunni segir að til að brúa bilið þurfi að tryggja börnum leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi, skýra stefnu fyrir fjölskyldur ungra barna, styrkingu leikskólastigsins og að tryggja mönnun þess. Vinna í tengslum við kjarasamninga Í bókun SA um skýrsluna er farið nokkuð ítarlega yfir forsögu málsins. Hópurinn hafi verið skipaður árið 2024 í kjölfar nýrra kjarasamninga og samkvæmt skipunarbréfi hafi hann átt að vinna að tímasettri áætlun til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, en gildistími samninganna er til janúar 2028. Í bréfinu hafi einnig komið fram að horfa ætti heildstætt á umönnun og menntun barna frá 0-18 ára en ákveðið á fyrsta fundi að það væri of viðamikið verkefni miðað við tímaramma og ákveðið að afmarka vinnu við að þróa lausn við brúun bilsins milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í bókuninni segir að þó svo að í skýrslunni komi fram ýmsar gagnlegar upplýsingar telji þau skorta sannfærandi rökstuðning fyrir tillögum 1 og 2 sem snúa að lögfestingu og verkaskiptingu og fjármögnun milli ríkis og sveitarfélaga og lögfestingu á rétti barna til leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Ekki hafi tekist að sýna fram á nákvæmlega hvaða þættir hafi valdið því að mörgum sveitarfélögum hafi ekki tekist að brúa þetta bil. Sum sveitarfélög hafi ráðist í gagngerar breytingar á starfseminni og SA telur að hópurinn hefði getað kannað betur breytileika á milli sveitarfélaga og kanna hvaða eða hvort þessar breytingar hafi skilað árangri. SA bendir á skort á samræmdum gögnum um biðlista barna og innritun, húsakost og mönnun. „Ákjósanlegt væri að bæta fáanleika gagna hvað varðar raunstöðu leikskólastigsins og þar með umönnunarbilsins hverju sinni til að bæta gæði þeirra greininga sem tengjast málaflokknum,“ segir í bókuninni. Ástæða til að skoða Norðurlöndin betur Þá gagnrýnir SA að hópurinn vísi til þess að hin Norðurlöndin hafi lögfest þennan rétt barna en hópurinn hafi á sama tíma ekki kannað undirliggjandi ástæður þess í hinum Norðurlöndunum. Það sé ríkt tilefni til að gera það. „Til að mynda kunna lýðfræðilegar ástæður að leika þar stórt hlutverk, svo sem lægra hlutfall barna á leikskólaaldri af mannfjölda á hinum Norðurlöndunum svo og mikil atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi og þar með meiri eftirspurn eftir leikskólaplássi. Þá ber að nefna ólíkar kröfur hvað varðar menntun leikskólastarfsfólks, en eins og fram kemur í skýrslunni gengur Ísland lengst allra Norðurlandanna þegar kemur að menntunarkröfum leikskólakennara. Jafnframt eru gerðar ríkar kröfur hér á landi hvað varðar hlutfall menntaðra leikskólakennara á hverjum leikskóla. Þá mætti nefna skemmri dvalartíma barna og meiri fjölda barna á hvern starfsmann á hinum Norðurlöndunum, ólíkan kostnað milli landa við hvert leikskólapláss og svo mætti áfram telja,“ segir í bókuninni. SA telja að skipting kostnaðar hagaðila vegna brúunar umönnunarbilsins skv. þjóðhagslegu mati þarfnist nánari skoðunar í samhengi við hvata sveitarfélaga til að veita slíka þjónustu. Í því samhengi væri til dæmis gagnlegt að skoða kostnaðarþátttöku foreldra, það er hlutfall leikskólagjalda af raunkostnaði við hvert leikskólapláss, í samanburði við önnur lönd og möguleg áhrif hennar á þjónustustig. Of löng innleiðing Þá segir í bókuninni að mati SA séu tillögur hópsins ekki í fullu samræmi við beiðni ráðuneytisins þar sem flestar þeirra krefjist langs innleiðingarferlis. Betra hefði verið að einblína á lausnir sem væri hægt að ráðast í á skemmri tímaramma. Í því samhengi nefna þau fyrirtækjaleikskóla og önnur dagvistunarúrræði sem hafa komið til umræðu síðustu misseri. „Treglega hefur þó gengið að ná samkomulagi um slíka starfsemi við sveitarfélög þrátt fyrir brýna þörf. Skoða hefði mátt nánar hvaða atriði standa helst í vegi fyrir slíkum lausnum. Einnig hefði verið gagnlegt að kanna ástæður þess að talsvert hefur dregið úr framboði á dagvistun í heimahúsum þrátt fyrir að ætla megi að eftirspurn foreldra eftir slíkri þjónustu sé enn mikil í ljósi viðvarandi skorts á leikskólavistun fyrir yngstu börnin. Slíkt úrræði hefur gegnt mikilvægu hlutverki við brúun bilsins á umliðnum árum og því tilefni til að kanna möguleika þess á að gera það áfram á meðan erfiðlega gengur að fjölga leikskólaplássum fyrir yngstu börnin,“ segir í bókuninni. Því segir SA að þeirra mati svari skýrslan ekki mikilvægum spurningum sem varða helstu ástæður þess að sveitarfélögum hefur hingað til, í mörgum tilvikum, ekki tekist að veita leikskólaþjónustu að fæðingarorlofi loknu, þrátt fyrir vilja og yfirlýsingar þar um. „Án þess að þeim spurningum sé svarað með fullnægjandi hætti telja samtökin ekki tímabært að leggja til að réttur barna til leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi verði lögfestur. Enda leysir lögfesting sem slík engan undirliggjandi vanda sem kann að snúa t.a.m. að lýðfræðilegum þáttum, kostnaði við rekstur leikskóla eða kröfum um menntun eða mönnun þess starfsfólks sem á þeim starfar.“ SA áréttar þó að lokum í bókun sinni að tillögur aðgerðahópsins sem snúi að styrkingu leikskólastigsins, eflingu fagstétta í leikskólum og mótun heildstæðrar stefnu hins opinbera um stuðning og þjónustu við fjölskyldur ungra barna séu góðra gjalda verðar en eigi þó meira skylt við pólitíska langtímastefnumótun stjórnvalda en praktískar lausnir á þeim bráða en langvarandi vanda sem barnafjölskyldur standa frammi fyrir.
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Bæjarstjóri Mosfellsbæjar vill að stjórnvöld skoði að lengja fæðingarorlof til að mæta vanda foreldra. Tal um breytingar á fyrirkomulagi leikskóla megi ekki fara fram í skotgröfum. 17. október 2025 21:00 Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59 Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með svokallað Kópavogsmódel. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. 2. október 2025 14:22 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira
Vill skoða að lengja fæðingarorlof Bæjarstjóri Mosfellsbæjar vill að stjórnvöld skoði að lengja fæðingarorlof til að mæta vanda foreldra. Tal um breytingar á fyrirkomulagi leikskóla megi ekki fara fram í skotgröfum. 17. október 2025 21:00
Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með svokallað Kópavogsmódel. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. 2. október 2025 14:22