Innlent

Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgun.
Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgun. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í nótt þar sem þeir höfðu komið sér fyrir í ruslageymslu fjölbýlishúss í póstnúmerinu 105 og kveikt eld þar inni.

Þá var þriðji maðurinn handtekinn í sama hverfi þar sem hann var til vandræða í fjölbýlishúsi og neitaði að gefa upp nafn og kennitölu þegar lögreglu bar að garði. Hann gerði þó grein fyrir sér þegar á lögreglustöðina var komið og var sleppt í framhaldinu.

Einn var handtekinn í miðborginni í tengslum við líkamsárás og hótanir á bar. Þá var óskað eftir aðstoð á veitingastað, þar sem einstaklingur neitaði að borga fyrir drykk.

Lögregla kom einnig að málum þegar tilkynnt var um þjófnað í Garðabæ og var kölluð til vegna hávaða frá partýi í Hafnarfirði. 

Að minnsta kosti tvö umferðaróhöpp áttu sér stað á eða við höfuðborgarsvæðið í nótt en í Kópavogi var bifreið ekið á ljósastaur og þá var bifreið ekið út af Krýsuvíkurvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×