KSÍ tapaði í Hæstarétti og þarf að borga Landsbankanum eina milljón Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2015 17:45 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stóð fyrir endurbætum á Laugardalsvelli fyrir tæpum áratug. vísir Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var dæmt að greiða Landsbankanum eina milljón króna í málskostnað í Hæstarétti í dag og máli sem KSÍ höfðaði á hendur bankanum var vísað frá. KSÍ fékk reikningslánalínu upp á einn milljað frá Landsbankanum í september 2006 vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sambandið dró átta sinnum á lánið, en samtals var upphæðin 635 milljónir króna. Greitt var út í íslenskum krónum en um gengislán var að ræða. Því var helmingsskipt í svissneska franka og japönsk jen. KSÍ byrjaði að greiða inn á lánið snemma árs 2007 og hafði greitt það að fullu í september árið 2009. Í heildina borgaði KSÍ 1.017 milljónir króna til baka. Í kjölfar gengislánadóma sem féllu hér á landi höfðaði KSÍ mál gegn Landsbankanum, en það vildi meina að lánið hafi verið bundið ólögmætri gengistryggingu. Lögmaður KSÍ vildi meina að endurreikna þyrfti lánin þannig að Landsbankinn þyrfti að endurgreiða það sem greitt hafði verið umfram skyldu. Héraðsdómur dæmdi KSÍ í hag og sagði gengistrygginguna í andstæðu við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þá átti Landsbankinn að greiða KSÍ 600.000 krónur í málskostnað. Landsbankinn áfrýjaði til Hæstarétts sem sneri úrskurði Héraðsdóms í dag og þarf KSÍ nú að greiða bankanum eina milljóna króna í málskostnað fyrir hérað og Hæstarétt. Hæstiréttur taldi að dómkröfur KSÍ í stefnu hefðu ekki verið nægilega skýrar auk þess sem lánin hefðu nú þegar verið greidd að fullu og samningarnir þannig efndir og KSÍ ekki sýnt fram á hvaða lögmætu hagsmuni sambandið hefði af því að fá viðurkenningu á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta gengistryggingu. Hefði málið unnist hefði KSÍ verið í stöðu til að sækja hundruði milljóna króna sem því fannst það hafa borgað umfram vegna verðtryggingarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar er því viss skellur fyrir KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var dæmt að greiða Landsbankanum eina milljón króna í málskostnað í Hæstarétti í dag og máli sem KSÍ höfðaði á hendur bankanum var vísað frá. KSÍ fékk reikningslánalínu upp á einn milljað frá Landsbankanum í september 2006 vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sambandið dró átta sinnum á lánið, en samtals var upphæðin 635 milljónir króna. Greitt var út í íslenskum krónum en um gengislán var að ræða. Því var helmingsskipt í svissneska franka og japönsk jen. KSÍ byrjaði að greiða inn á lánið snemma árs 2007 og hafði greitt það að fullu í september árið 2009. Í heildina borgaði KSÍ 1.017 milljónir króna til baka. Í kjölfar gengislánadóma sem féllu hér á landi höfðaði KSÍ mál gegn Landsbankanum, en það vildi meina að lánið hafi verið bundið ólögmætri gengistryggingu. Lögmaður KSÍ vildi meina að endurreikna þyrfti lánin þannig að Landsbankinn þyrfti að endurgreiða það sem greitt hafði verið umfram skyldu. Héraðsdómur dæmdi KSÍ í hag og sagði gengistrygginguna í andstæðu við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þá átti Landsbankinn að greiða KSÍ 600.000 krónur í málskostnað. Landsbankinn áfrýjaði til Hæstarétts sem sneri úrskurði Héraðsdóms í dag og þarf KSÍ nú að greiða bankanum eina milljóna króna í málskostnað fyrir hérað og Hæstarétt. Hæstiréttur taldi að dómkröfur KSÍ í stefnu hefðu ekki verið nægilega skýrar auk þess sem lánin hefðu nú þegar verið greidd að fullu og samningarnir þannig efndir og KSÍ ekki sýnt fram á hvaða lögmætu hagsmuni sambandið hefði af því að fá viðurkenningu á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta gengistryggingu. Hefði málið unnist hefði KSÍ verið í stöðu til að sækja hundruði milljóna króna sem því fannst það hafa borgað umfram vegna verðtryggingarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar er því viss skellur fyrir KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira