Frumvarp að ólögum Ólafur Valsson skrifar 13. maí 2015 18:56 Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun