Atli komið að 16 mörkum í síðustu átta leikjum FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Atli Guðnason lagði upp bæði mörkin gegn Keflavík í 2. umferð. vísir/ernir FH-ingurinn Atli Guðnason lagði upp bæði mörk FH-inga í sigrinum á Keflavík á sunnudagskvöldið aðeins sex dögum eftir að hann skorað tvö mörk í 3-1 sigri á KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Atli Guðnason hefur verið að skila sannkölluðum Messi-tölum í síðustu átta leikjum FH-liðsins í Pepsi-deildinni og þar virðist sjö mánaða hlé ekki hafa breytt miklu fyrir þennan þrítuga framherja eða það að þjálfarinn Heimir Guðjónsson hafi breytt um leikkerfi og spili nú 4-4-2 í stað 4-3-3 áður. Atli hefur komið með beinum hætti að 16 af 21 marki sem FH hefur skorað í síðustu leikjum.vísir/valliEndaði frábærlega í fyrrasumar Atli Guðnason fór á kostum í lokakafla Pepsi-deildarinnar í fyrra og skoraði þá sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Atli varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar og þá munaði mikið um lokasprettinn þar sem hann var með 7,5 í meðaleinkunn í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Þrátt fyrir kaldan vetur hefur Atli ekki kólnað mikið niður, því hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar. Atli skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á KR-vellinum og lagði síðan upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Keflavík í fyrsta heimaleik sumarsins. Steven Lennon hefur notið góðs af þjónustu Atla í þessum leikjum, því síðustu fimm mörk Skotans í Pepsi-deildinni hafa öll komið eftir stoðsendingar frá Atla. Atli launaði líka nafna sínum Atla Viðari Björnssyni stoðsendinguna frá því í fyrstu umferðinni í Vesturbænum, þegar hann lagði upp mark Atla Viðars á móti Keflavík. Atli Viðar skoraði þá sitt 99. mark í efstu deild og vantar því bara eitt til að verða fjórði meðlimur hundrað marka klúbbsins.Atli verður væntanlega í eldlínunni þegar FH mætir Val á sunnudaginn.vísir/vilhelmÁtta plús átta í átta Jafnvægið á milli marka og stoðsendinga er því fullkomið hjá Atla í síðustu átta Pepsi-deildar leikjum hans þar sem hann er með átta mörk og átta stoðsendingar. Í fimm þessara leikja og báðum leikjum hans á þessum tímabili, hefur hann komið að tveimur mörkum eða fleiri. FH-ingar hafa fullt hús og fjögur mörk í plús eftir tvo fyrstu leikina og alls 19 stig í þessum átta leikjum. Þeir hefðu hins vegar verið með fimmtán stigum færra úr þessum átta leikjum ef marka og stoðsendinga Atla hefði ekki notið við. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Sjá meira
FH-ingurinn Atli Guðnason lagði upp bæði mörk FH-inga í sigrinum á Keflavík á sunnudagskvöldið aðeins sex dögum eftir að hann skorað tvö mörk í 3-1 sigri á KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Atli Guðnason hefur verið að skila sannkölluðum Messi-tölum í síðustu átta leikjum FH-liðsins í Pepsi-deildinni og þar virðist sjö mánaða hlé ekki hafa breytt miklu fyrir þennan þrítuga framherja eða það að þjálfarinn Heimir Guðjónsson hafi breytt um leikkerfi og spili nú 4-4-2 í stað 4-3-3 áður. Atli hefur komið með beinum hætti að 16 af 21 marki sem FH hefur skorað í síðustu leikjum.vísir/valliEndaði frábærlega í fyrrasumar Atli Guðnason fór á kostum í lokakafla Pepsi-deildarinnar í fyrra og skoraði þá sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Atli varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar og þá munaði mikið um lokasprettinn þar sem hann var með 7,5 í meðaleinkunn í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Þrátt fyrir kaldan vetur hefur Atli ekki kólnað mikið niður, því hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar. Atli skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á KR-vellinum og lagði síðan upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Keflavík í fyrsta heimaleik sumarsins. Steven Lennon hefur notið góðs af þjónustu Atla í þessum leikjum, því síðustu fimm mörk Skotans í Pepsi-deildinni hafa öll komið eftir stoðsendingar frá Atla. Atli launaði líka nafna sínum Atla Viðari Björnssyni stoðsendinguna frá því í fyrstu umferðinni í Vesturbænum, þegar hann lagði upp mark Atla Viðars á móti Keflavík. Atli Viðar skoraði þá sitt 99. mark í efstu deild og vantar því bara eitt til að verða fjórði meðlimur hundrað marka klúbbsins.Atli verður væntanlega í eldlínunni þegar FH mætir Val á sunnudaginn.vísir/vilhelmÁtta plús átta í átta Jafnvægið á milli marka og stoðsendinga er því fullkomið hjá Atla í síðustu átta Pepsi-deildar leikjum hans þar sem hann er með átta mörk og átta stoðsendingar. Í fimm þessara leikja og báðum leikjum hans á þessum tímabili, hefur hann komið að tveimur mörkum eða fleiri. FH-ingar hafa fullt hús og fjögur mörk í plús eftir tvo fyrstu leikina og alls 19 stig í þessum átta leikjum. Þeir hefðu hins vegar verið með fimmtán stigum færra úr þessum átta leikjum ef marka og stoðsendinga Atla hefði ekki notið við.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56