Að vera geislafræðingur Nellý Pétursdóttir skrifar 15. maí 2015 10:46 Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun