Hörður Magnússon stýrir þáttunum að vanda, en í gær var með Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sér til aðstoðar. Arnar kemur nýr inn í Pepsi-mörkin í ár.
Alls voru fjórtán mörk skoruð í fimm leikjum, en síðasti leikur umferðarinnar fer fram á fimmtudaginn þar sem Fylkir tekur á móti Breiðabliki.
Líkt og í fyrra verður styttri útgáfa af Pepsi-mörkunum birt á Vísi daginn eftir frumsýningu, á sama tíma og þátturinn er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2.