Víkingar sæmdu Bogdan æðsta heiðursmerki Víkings | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2015 17:55 Meira en þúsund manns klappa hér fyrir klökkum Bogdan Kowalczyk. Mynd/Fésbókarsíða Víkinga Það var mögnuð stemming í Víkinni í gærkvöldi þegar karlalið Víkings steig einu skrefi nær því að komast aftur upp í úrvalsdeild karla með sigri á Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins um hvort liðið spilar meðal þeirra bestu á næsta keppnistímabili. Víkin var troðfull á leiknum í gær en rúmlega þúsund áhorfendur fylltu húsið og þarna var líklega sett nýtt áhorfendamet í Víkinni samkvæmt umfjöllun á fésbókarsíðu handknattleiksdeildar félagsins. Bogdan Kowalczyk, fyrrum þjálfari Víkinga, var heiðursgestur á leiknum og heilsaði upp á leikmenn fyrir leikinn. Bogdan gerði Víkingsliðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum á fimm tímabilum sínum með liðið frá 1978 til 1983. Víkingar sæmdu Bogdan æðsta heiðursmerki Víkings á sérstakri samkomu fyrir leikinn þar sem margir þekktir kappar Víkings voru saman komnir. Það var magnað augnablik þegar yfir þúsund áhorfendur stóðu á fætur og hylltu Bogdan áður en leikurinn hófst. Bogdan Kowalczyk breytti miklu fyrir Víkinga á sínum tíma en undir hans stjórn varð félagið að stórveldi í handboltanum. Bogdan tók við íslenska landsliðinu eftir að hann þjálfaði Víkings. Bogdan Kowalczyk var staddur hér á landi til að fá sérstök heiðursverðlaun í tilefni af vali á besta handboltaliði sögunnar en Víkingslið hans frá 1980 var valið besta lið allra tíma. Hér fyrir neðan má sjá glæsilega umfjöllun Víkinga um leikinn á fésbókarsíðu sinni í gær sem og en þar er hægt að finna flotta myndir frá kvöldinu. Nokkrar þeirra má líka finna hér fyrir ofan.Það var mögnuð stemming í Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni um...Posted by Víkingur handbolti on 20. apríl 2015 Það er gaman að segja frá því að áhorfendamet var slegið í Víkinni í kvöld þegar 1070 áhorfendur ásamt Bogdani Kowalczyck heiðursgest mættu. Hérna sjáum við Jón Hjálmarsson skora flott mark úr horninu eftir laglega sókn.Posted by Víkingur handbolti on 20. apríl 2015 Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Það var mögnuð stemming í Víkinni í gærkvöldi þegar karlalið Víkings steig einu skrefi nær því að komast aftur upp í úrvalsdeild karla með sigri á Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins um hvort liðið spilar meðal þeirra bestu á næsta keppnistímabili. Víkin var troðfull á leiknum í gær en rúmlega þúsund áhorfendur fylltu húsið og þarna var líklega sett nýtt áhorfendamet í Víkinni samkvæmt umfjöllun á fésbókarsíðu handknattleiksdeildar félagsins. Bogdan Kowalczyk, fyrrum þjálfari Víkinga, var heiðursgestur á leiknum og heilsaði upp á leikmenn fyrir leikinn. Bogdan gerði Víkingsliðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum á fimm tímabilum sínum með liðið frá 1978 til 1983. Víkingar sæmdu Bogdan æðsta heiðursmerki Víkings á sérstakri samkomu fyrir leikinn þar sem margir þekktir kappar Víkings voru saman komnir. Það var magnað augnablik þegar yfir þúsund áhorfendur stóðu á fætur og hylltu Bogdan áður en leikurinn hófst. Bogdan Kowalczyk breytti miklu fyrir Víkinga á sínum tíma en undir hans stjórn varð félagið að stórveldi í handboltanum. Bogdan tók við íslenska landsliðinu eftir að hann þjálfaði Víkings. Bogdan Kowalczyk var staddur hér á landi til að fá sérstök heiðursverðlaun í tilefni af vali á besta handboltaliði sögunnar en Víkingslið hans frá 1980 var valið besta lið allra tíma. Hér fyrir neðan má sjá glæsilega umfjöllun Víkinga um leikinn á fésbókarsíðu sinni í gær sem og en þar er hægt að finna flotta myndir frá kvöldinu. Nokkrar þeirra má líka finna hér fyrir ofan.Það var mögnuð stemming í Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni um...Posted by Víkingur handbolti on 20. apríl 2015 Það er gaman að segja frá því að áhorfendamet var slegið í Víkinni í kvöld þegar 1070 áhorfendur ásamt Bogdani Kowalczyck heiðursgest mættu. Hérna sjáum við Jón Hjálmarsson skora flott mark úr horninu eftir laglega sókn.Posted by Víkingur handbolti on 20. apríl 2015
Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira