Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2015 22:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. Ekki verði samið um meiri raforkusölu fyrr en fyrir liggi hvort Alþingi leyfi fleiri virkjanakosti í rammaáætlun. Landsvirkjun gekk í gær frá samningum um smíði Þeistareykjavirkjunar sem miða við að hún hefji raforkuframleiðslu haustið 2017. Orkan þaðan fer meðal annars til að mæta orkuþörf fiskimjölsverksmiðja á Norðausturlandi og kísilvers á Bakka. Þegar spurt er hvaða virkjun komi þar á eftir horfir Landsvirkjun til stækkunar Búrfellsvirkjunar, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2. Öll leyfi liggi fyrir Búrfelli 2 og nýlokið sé útboðsferli verkhönnunar. „Þannig að eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að stækkun Búrfellsvirkjunar verði næsta verkefni.“Búrfellsvirkjun. Stækkun hennar verður líklegast næsta verkefni á eftir Þeistareykjavirkjun.Mynd/Landsvirkjun.Hörður segir Landsvirkjunarmenn nú bíða eftir því hvaða stefnu Alþingi móti með rammaáætlun um virkjunarkosti en fyrr verði í raun ekki hægt að gera nýja orkusamninga. „Við þurfum að fá skýrar línur þar til þess að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum. Við sjáum mjög fjölbreytta eftirspurn frá iðngreinum sem við höfum raunverulega ekki náð til áður. Þannig að til þess að geta gert þessa samninga þurfum við að fá fleiri virkjanakosti,“ segir Hörður. Fram hefur komið að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hafi óskað eftir orkukaupum frá Landsvirkjun. Getur Landsvirkjun mætt ósk Silicor? Hörður kveðst ekki vilja tjá sig um samninga við einstaka viðskiptavini. „En almennt séð get ég svarað því að við þurfum frekari virkjanakosti til að geta mætt frekari eftirspurn. Við höfum verið að bæta nýtingu kerfisins og bæta við notendum en við erum komin á endastöð í því.“ Alþingi Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. Ekki verði samið um meiri raforkusölu fyrr en fyrir liggi hvort Alþingi leyfi fleiri virkjanakosti í rammaáætlun. Landsvirkjun gekk í gær frá samningum um smíði Þeistareykjavirkjunar sem miða við að hún hefji raforkuframleiðslu haustið 2017. Orkan þaðan fer meðal annars til að mæta orkuþörf fiskimjölsverksmiðja á Norðausturlandi og kísilvers á Bakka. Þegar spurt er hvaða virkjun komi þar á eftir horfir Landsvirkjun til stækkunar Búrfellsvirkjunar, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2. Öll leyfi liggi fyrir Búrfelli 2 og nýlokið sé útboðsferli verkhönnunar. „Þannig að eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að stækkun Búrfellsvirkjunar verði næsta verkefni.“Búrfellsvirkjun. Stækkun hennar verður líklegast næsta verkefni á eftir Þeistareykjavirkjun.Mynd/Landsvirkjun.Hörður segir Landsvirkjunarmenn nú bíða eftir því hvaða stefnu Alþingi móti með rammaáætlun um virkjunarkosti en fyrr verði í raun ekki hægt að gera nýja orkusamninga. „Við þurfum að fá skýrar línur þar til þess að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum. Við sjáum mjög fjölbreytta eftirspurn frá iðngreinum sem við höfum raunverulega ekki náð til áður. Þannig að til þess að geta gert þessa samninga þurfum við að fá fleiri virkjanakosti,“ segir Hörður. Fram hefur komið að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hafi óskað eftir orkukaupum frá Landsvirkjun. Getur Landsvirkjun mætt ósk Silicor? Hörður kveðst ekki vilja tjá sig um samninga við einstaka viðskiptavini. „En almennt séð get ég svarað því að við þurfum frekari virkjanakosti til að geta mætt frekari eftirspurn. Við höfum verið að bæta nýtingu kerfisins og bæta við notendum en við erum komin á endastöð í því.“
Alþingi Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04
Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent