Erlent

Hyggjast draga úr losun um 26 til 28 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Viðræður um losun gróðurhúsalofttegunda hefjast í París í desember.
Viðræður um losun gróðurhúsalofttegunda hefjast í París í desember. Vísir/Getty
Bandarísk stjórnvöld hafa skilað inn áætlun til Sameinuðu þjóðanna um hvernig Bandaríkin muni draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum.

Í gögnunum kemur fram að fyrir árið 2025 muni Bandaríkin draga úr losun um milli 26 til 28 prósent samanborið við losun 2005.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna mun hefjast í París í desember þar sem fulltrúar stjórnvalda ríkja heims munu semja um minnkandi losun þjóða heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×