Hörð andstaða á þingi við að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 13:12 Stjórnarandstaðan segir frumvarp utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu illa ígrundað og í andstöðu við ráðleggingar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd og eftirlit. Utanríkisráðherra segir breytinguna hins vegar nauðsynlega til að skerpa á stefnumótun í málaflokknum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu einir frumvarp utanríkisráðherra um flutning Þróunarsamvinnustofnunar inn í utanríkisráðuneytið og fleira í fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. En stofnunin var sett á laggirnar árið 1981 og hefur almennt getið af sér gott orð fyrir ýmis þróunarsamvinnuverkefni sem hún hefur staðið að. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæður flutnings stofnunarinnar inn í ráðuneytið fyrst og fremst vera að samræma betur stefnu stjórnvalda í þróunarsamvinnumálum. „Ég er að styrkja þróunarsamvinnu með þessu. Það er þá fleira fólk saman í liði að vinna að sömu hlutum. Við höfum sé að þetta er þangað sem önnur ríki eru að fara. Í samtölum við þau hefur komið fram að þetta er mjög öflug leið til að efla þróunarsamvinnuna,“ segir Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra gefur ekki mikið fyrir þessi rök ráðherrans en hann kannast við þrýsting frá embættismönnum á þessa breytingu. „Þetta er yfirleitt fyrsta mál sem sérhver ráðherra fær inn á sitt borð. Þá færa embættismenn þetta í tal. Það hefur alltaf verið ákveðið viðhorf í ráðuneytinu að fá þetta inn í ráðuneytið. Fá fleiri starfsmenn. Fá meiri peninga. Mér er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg ráðstöfun,“ segir Össur.Enginn þrýstingur frá embættismönnum „Nei, það er ekki nokkur þrýstingur. Ég veit svosem ekkert hvort forveri minn var mjög undanlátssamur við embættismenn. En þetta er ekki neinn þrýstingur frá þeim. Við höfum séð þetta áður lagt til þegar farið var að velta fyrir sér hvernig framtíðin ætti að vera með þróunarsamvinnuna. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt og ég veit ekki til þess að íslenskir embættismenn hafi verið að þrýsta á erlend ríki til að gera þetta, því þetta er þróunin á flestum stöðum,“ segir utanríkisráðherra. Þróunarnefnd OECD hafi hvatt til þess að Íslendingar skoðuðu skipulag þessara mála og sérfræðingur sem skoðað hefði málið hafi lagt þetta til segir Gunnar Bragi. „Þess vegna er sú leið farin. Það er ekkert annað. Það er ekki að finna í þessu neinar breytingar á áherslum t.d. á vettvangi,“ segir Gunnar Bragi. Þá muni enginn starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar missa vinnuna við þessa breytingu sem tekur gildi um næstu áramót verði frumvarpið að lögum. Össur Skarphéðinsson segir einmitt erfitt að finna tilganginn með breytingunum ef hún eigi hvorki að leiða til sparnaðar né fækkunar starfsmanna. Stofnunin hafi staðið sig afburðavel og fengið lof erlendra fagstofnana. „Og það sem skiptir kannski mestu máli er að þetta er algerlega í andstöðu við þær leiðbeiningar sem Ríkisendurskoðun hefur verið að veita stjórnsýslunni á síðustu árum. Það er að segja að stefnumótun og framkvæmd eigi að vera á einni hendi en eftirlitið á annarri hendi,“ segir Össur Skarphéðinsson. En Ríkisendurskoðun hefur verið falið að leggja mat á þessar áætlanir utanríkisráðherra. Fyrstu umræðu um frumvarpið verður framhaldið á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir frumvarp utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu illa ígrundað og í andstöðu við ráðleggingar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd og eftirlit. Utanríkisráðherra segir breytinguna hins vegar nauðsynlega til að skerpa á stefnumótun í málaflokknum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu einir frumvarp utanríkisráðherra um flutning Þróunarsamvinnustofnunar inn í utanríkisráðuneytið og fleira í fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. En stofnunin var sett á laggirnar árið 1981 og hefur almennt getið af sér gott orð fyrir ýmis þróunarsamvinnuverkefni sem hún hefur staðið að. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæður flutnings stofnunarinnar inn í ráðuneytið fyrst og fremst vera að samræma betur stefnu stjórnvalda í þróunarsamvinnumálum. „Ég er að styrkja þróunarsamvinnu með þessu. Það er þá fleira fólk saman í liði að vinna að sömu hlutum. Við höfum sé að þetta er þangað sem önnur ríki eru að fara. Í samtölum við þau hefur komið fram að þetta er mjög öflug leið til að efla þróunarsamvinnuna,“ segir Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra gefur ekki mikið fyrir þessi rök ráðherrans en hann kannast við þrýsting frá embættismönnum á þessa breytingu. „Þetta er yfirleitt fyrsta mál sem sérhver ráðherra fær inn á sitt borð. Þá færa embættismenn þetta í tal. Það hefur alltaf verið ákveðið viðhorf í ráðuneytinu að fá þetta inn í ráðuneytið. Fá fleiri starfsmenn. Fá meiri peninga. Mér er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg ráðstöfun,“ segir Össur.Enginn þrýstingur frá embættismönnum „Nei, það er ekki nokkur þrýstingur. Ég veit svosem ekkert hvort forveri minn var mjög undanlátssamur við embættismenn. En þetta er ekki neinn þrýstingur frá þeim. Við höfum séð þetta áður lagt til þegar farið var að velta fyrir sér hvernig framtíðin ætti að vera með þróunarsamvinnuna. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt og ég veit ekki til þess að íslenskir embættismenn hafi verið að þrýsta á erlend ríki til að gera þetta, því þetta er þróunin á flestum stöðum,“ segir utanríkisráðherra. Þróunarnefnd OECD hafi hvatt til þess að Íslendingar skoðuðu skipulag þessara mála og sérfræðingur sem skoðað hefði málið hafi lagt þetta til segir Gunnar Bragi. „Þess vegna er sú leið farin. Það er ekkert annað. Það er ekki að finna í þessu neinar breytingar á áherslum t.d. á vettvangi,“ segir Gunnar Bragi. Þá muni enginn starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar missa vinnuna við þessa breytingu sem tekur gildi um næstu áramót verði frumvarpið að lögum. Össur Skarphéðinsson segir einmitt erfitt að finna tilganginn með breytingunum ef hún eigi hvorki að leiða til sparnaðar né fækkunar starfsmanna. Stofnunin hafi staðið sig afburðavel og fengið lof erlendra fagstofnana. „Og það sem skiptir kannski mestu máli er að þetta er algerlega í andstöðu við þær leiðbeiningar sem Ríkisendurskoðun hefur verið að veita stjórnsýslunni á síðustu árum. Það er að segja að stefnumótun og framkvæmd eigi að vera á einni hendi en eftirlitið á annarri hendi,“ segir Össur Skarphéðinsson. En Ríkisendurskoðun hefur verið falið að leggja mat á þessar áætlanir utanríkisráðherra. Fyrstu umræðu um frumvarpið verður framhaldið á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira