Ráðherra mun flytja skýrslu um blandaðar bardagaíþróttir Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 11:33 Vegna vinsælda Gunnars Nelson finnst þingmanni Sjálfstæðisflokks nauðsynlegt að taka umræðu um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu. Alþingi samþykkti í dag beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytji Alþingi skýrslur um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi. Í greinargerð sem fylgir skýrslunni kemur fram að blandaðar bardagaíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi líkt og víðar. Því til stuðnings er vísað til þess að íþróttafélagið Mjölnir er með keppnislið 12 einstaklinga sem hafa það að markmiði að gera það að atvinnu að keppa í blönduðum bardagaíþróttum. „Einn þeirra er Gunnar Nelson sem keppir fyrir alþjóðlegu bardagasamtökin UFC. Bardagar hans hafa vakið mikla athygli og áhorf hér á landi og aukið áhuga ungs fólks á blönduðum bardagaíþróttum. Vegna þessa er mikilvægt að umræða eigi sér stað um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að frá því að lög voru sett um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð hefur jafnframt farið fram mat á áhrifum þeirra og reynslu af fyrirkomulaginu þar í landi. „Vegna þessa er nærtækt að líta til nágrannaþjóðar okkar til grundvallar nauðsynlegri umræðu hér á landi um þessi málefni. Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu. Því er löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna.“ Alþingi Tengdar fréttir Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytji Alþingi skýrslur um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi. Í greinargerð sem fylgir skýrslunni kemur fram að blandaðar bardagaíþróttir njóta vaxandi vinsælda hér á landi líkt og víðar. Því til stuðnings er vísað til þess að íþróttafélagið Mjölnir er með keppnislið 12 einstaklinga sem hafa það að markmiði að gera það að atvinnu að keppa í blönduðum bardagaíþróttum. „Einn þeirra er Gunnar Nelson sem keppir fyrir alþjóðlegu bardagasamtökin UFC. Bardagar hans hafa vakið mikla athygli og áhorf hér á landi og aukið áhuga ungs fólks á blönduðum bardagaíþróttum. Vegna þessa er mikilvægt að umræða eigi sér stað um hugsanlega viðburði af þessum toga hér á landi, kröfur um öryggi og eftirlit, en ekki síður áhrif þeirra á íþróttaiðkun og ferðaþjónustu,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að frá því að lög voru sett um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð hefur jafnframt farið fram mat á áhrifum þeirra og reynslu af fyrirkomulaginu þar í landi. „Vegna þessa er nærtækt að líta til nágrannaþjóðar okkar til grundvallar nauðsynlegri umræðu hér á landi um þessi málefni. Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu. Því er löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna.“
Alþingi Tengdar fréttir Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira