Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2015 13:39 Það stefnir í að þingmannagleðin verði fremur misheppnuð í kvöld. Í kvöld stendur til að halda hefðbundna þingveislu á Hótel Sögu, Súlnasal, en Stundin greindi frá þessu í gær. Vísir skoðaði málið. Það er forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem býður til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi er boðið. Gleðskapurinn hefst klukkan 19:30. Meinið er bara að þingmenn eru fæstir í veisluskapi. Oft hafa menn tekist á Alþingi, en þingmenn verið ágætir vinir utan dagskrár. En, eftir fréttir gærdagsins, að Gunnar Bragi Sveinsson hafi tilkynnt einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands. Margir þingmenn, og allir í stjórnarandstöðunni, líta á þetta sem atlögu að þingræðinu. Píratar ætla ekki að mæta. „Við upplifum algjöran trúnaðarbrest við forseta þingsins og í þokkabót er maður varla í stuði til að fagna með þinginu miðað við atburði gærdagsins,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann veit ekki hver staðan er innan annarra þingflokka. „Ég þori ekki að fullyrða neitt fyrir þeirra hönd, en það kæmi mér stórlega á óvart ef einn einasti stjórnarandstöðumaður mætti. Reyndar gæti ég trúað því að mæting stjórnarliða verði óvenju dræm líka.” Helgi Hrafn á kollgátuna, samkvæmt Nútímanum ætla þingmenn minnihlutaflokkanna, Pírata, Bjartrar framtíðar, VG og Samfylkingarinnar ætla að sniðganga þingveisluFramsóknarmenn eru glaðir, sumir Sjálfstæðismenn en stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta.Heiðursgestur er forseti Íslands, spariklæðnaður er áskilinn og í boði til þingmanna segir: „Að vanda verður mælendaskrá opnuð eftir að sest verður til borðs, en einungis má ávarpa samkomuna í bundnu máli og eftir ævafornum bragarreglum, með höfuðstöfum og stuðlum.“ Vísi er ekki kunnugt um hvort hagyrðingar eru margir sem nú sitja á þingi, en húsið verður opnað kl. 19.30. Fordrykkur verður borinn fram undir léttri músík. „Gengið verður til borðs um kl. 20.15. Skemmtiatriði verða söngur og gamanmál. Er borð verða upp tekin verður stiginn dans. Með málsverði eru borin fram borðvín, kaffi og koníak á eftir. Eftir matinn verður barinn opnaður þar sem hver og einn borgar fyrir sig.“ Ekki segir meira til um gleðskapinn, hvorki fylgir matseðill né tíundað hver skemmtiatriðin verði. Hver alþingismaður sem þekkist boðið greiðir 5000 krónur og verður það gjald tekið af launareikningi hans við næstu útborgun. Það stefnir sem sagt í að fámennt verði; stjórnarliðarnir með forseta Íslands. Þeir sem fagna helst aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru Framsóknarmenn, því málið er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins; en helstu foringjar Framsóknarmanna eru reyndar staddir í útlöndum síðast þegar spurðist: Gunnar Bragi í Eistlandi og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að fagna fertugsafmæli sínu í útlöndum. Í glænýrri Facebook-færslu Össurar Skarphéðinssonar meðfylgjandi, þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra, má glögglega sjá hug þingmanna til ríkisstjórnarinnar - hann er þungur.Innlegg frá Össur Skarphéðinsson. Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Í kvöld stendur til að halda hefðbundna þingveislu á Hótel Sögu, Súlnasal, en Stundin greindi frá þessu í gær. Vísir skoðaði málið. Það er forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem býður til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi er boðið. Gleðskapurinn hefst klukkan 19:30. Meinið er bara að þingmenn eru fæstir í veisluskapi. Oft hafa menn tekist á Alþingi, en þingmenn verið ágætir vinir utan dagskrár. En, eftir fréttir gærdagsins, að Gunnar Bragi Sveinsson hafi tilkynnt einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands. Margir þingmenn, og allir í stjórnarandstöðunni, líta á þetta sem atlögu að þingræðinu. Píratar ætla ekki að mæta. „Við upplifum algjöran trúnaðarbrest við forseta þingsins og í þokkabót er maður varla í stuði til að fagna með þinginu miðað við atburði gærdagsins,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann veit ekki hver staðan er innan annarra þingflokka. „Ég þori ekki að fullyrða neitt fyrir þeirra hönd, en það kæmi mér stórlega á óvart ef einn einasti stjórnarandstöðumaður mætti. Reyndar gæti ég trúað því að mæting stjórnarliða verði óvenju dræm líka.” Helgi Hrafn á kollgátuna, samkvæmt Nútímanum ætla þingmenn minnihlutaflokkanna, Pírata, Bjartrar framtíðar, VG og Samfylkingarinnar ætla að sniðganga þingveisluFramsóknarmenn eru glaðir, sumir Sjálfstæðismenn en stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta.Heiðursgestur er forseti Íslands, spariklæðnaður er áskilinn og í boði til þingmanna segir: „Að vanda verður mælendaskrá opnuð eftir að sest verður til borðs, en einungis má ávarpa samkomuna í bundnu máli og eftir ævafornum bragarreglum, með höfuðstöfum og stuðlum.“ Vísi er ekki kunnugt um hvort hagyrðingar eru margir sem nú sitja á þingi, en húsið verður opnað kl. 19.30. Fordrykkur verður borinn fram undir léttri músík. „Gengið verður til borðs um kl. 20.15. Skemmtiatriði verða söngur og gamanmál. Er borð verða upp tekin verður stiginn dans. Með málsverði eru borin fram borðvín, kaffi og koníak á eftir. Eftir matinn verður barinn opnaður þar sem hver og einn borgar fyrir sig.“ Ekki segir meira til um gleðskapinn, hvorki fylgir matseðill né tíundað hver skemmtiatriðin verði. Hver alþingismaður sem þekkist boðið greiðir 5000 krónur og verður það gjald tekið af launareikningi hans við næstu útborgun. Það stefnir sem sagt í að fámennt verði; stjórnarliðarnir með forseta Íslands. Þeir sem fagna helst aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru Framsóknarmenn, því málið er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins; en helstu foringjar Framsóknarmanna eru reyndar staddir í útlöndum síðast þegar spurðist: Gunnar Bragi í Eistlandi og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að fagna fertugsafmæli sínu í útlöndum. Í glænýrri Facebook-færslu Össurar Skarphéðinssonar meðfylgjandi, þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra, má glögglega sjá hug þingmanna til ríkisstjórnarinnar - hann er þungur.Innlegg frá Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira