Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2025 09:57 Vigdís Finnbogadóttir nýkjörinn forseti árið 1980. Getty Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna. Vigdís varð fyrsta konan í heiminum sem var lýðræðislega kjörin þjóðhöfðingi og ruddi þar braut fyrir konur um allan heim. En Vigdís var miklu meira en bara tákn sem forseti. Hún var hugsjónakona sem lét til sín taka í menningarmálum, tungumálaumhverfi og þjóðarsál. Vigdís Finnbogadóttir hefur lagt mikla áherslu á gott íslenskt mál og lestur. Hún er mikill áhugamaður um listir.Vísir/Vilhelm Vigdís fæddist í Reykjavík þann 15. apríl árið 1930. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og lagði síðar stund á frönsku, leiklist og kennslufræði í Frakklandi, Danmörku og Íslandi. Hún kenndi frönsku við Háskóla Íslands, stýrði sjónvarpsþáttum um franska tungu og stýrði síðar Leikfélagi Reykjavíkur. Árið 1980 bauð hún sig fram til forseta og vann nokkuð óvæntan og sögulegan sigur með rétt rúmlega 33% atkvæða í fjögurra manna kjöri. Svör hennar við hinum ýmsu spurningum í forsetaslagnum vöktu athygli. Ekki þótti öllum viðeigandi að einstæð móðir yrði forseti en Vigdís svaraði spurningum fólks af yfirvegun og líklega aldrei betur en þegar hún sagðist nú ekki hafa séð fyrir sér að vera með alla þjóðina á brjósti. Frú Vigdís á svölum Alþingishússins.vísir/stefán Hún vann hug og hjörtu landsmanna og fannst mörgum sem henni tækist að sameina þjóðina. Hún átti ótrúlegt lag á að ná til fólks, hlusta, hlæja og tala máli þeirra sem oft fengu ekki rödd. Í forsetatíð sinni, sem stóð í fjögur kjörtímabil eða 16 ár, var Vigdís óþreytandi í að lyfta íslenskri menningu og máli hátt á loft. Hún ferðaðist um allan heim, hvatti til verndar tungumála og talaði íslensku við hvert tækifæri, hvort sem það var í Frakklandi eða Fiji. Hún varð sérstakur sendiherra UNESCO fyrir tungumál og menningu og beitti sér fyrir mikilvægi tungumáls sem burðarása í sjálfsmynd þjóða. Eftir forsetatíðina lét hún ekki af hendi verkfærin. Hún stofnaði alþjóðlegt tungumálasetur við Háskóla Íslands og hélt áfram að starfa ötullega á sviði menningar og fræðslu. Hún naut mikillar virðingar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hefur hlotið ótal heiðursviðurkenningar – þar á meðal riddarakrossa og doktorsnafnbætur frá virtum háskólum víða um heim. Það sem þó stendur líklega sterkast eftir er hvernig hún breytti viðhorfum – ekki bara til kvenna í valdastöðum heldur til þess hvað forseti getur verið: manneskja, hlustandi og hlæjandi. Hún mótaði forsetaembættið af nýrri mýkt og mennsku sem þjóðin hefur ekki gleymt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gefur Vigdís ekki kost á viðtölum í tilefni tímamótanna. Hún hefur þó sent frá sér yfirlýsingu. „Eitt af ævintýrum lífs míns fólst í því að gegna æðsta og virtasta embætti þjóðarinnar um sextán ára skeið. Á þeirri vegferð varð mér tíðrætt um þau sameiginlegu verðmæti, sem fólgin eru í okkar fagra landi og þeirri menningu sem mannlíf hefur þróað hér í aldanna rás. Þessi verðmæti eru okkur svo mikilvæg og nátengd, að við leiðum ekki hugann að þeim daglega. Rétt eins og andrúmsloftið sem við öndum að okkur, hættir okkur til að líta á óspillta náttúru landsins og íslenska menningu sem sjálfsagðan hlut. En svo er um hvorugt. Þessi verðmæti geta glatast með andvaraleysi á skömmum tíma. Íslensk menning er málsvari friðar og frelsis og hefur verið vettvangur framúrskarandi bókmenntaafreka fámennrar þjóðar. Íslensk tunga er hins vegar sálin í íslenskri menningu. Hún er verkfæri okkar til hugsunar og samskipta og áhald og efniviður þess fegursta sem íslenskar bókmenntir hafa upp á að bjóða. Ég á því enga ósk heitari en þá, að þjóðin beri gæfu til þess að standa vörð um náttúru landsins og íslenska tungu um ókomin ár.“ Loftskeytastöðin við hliðina á Veröld Vigdísar fagnar afmælinu með sýningunni Skrúði Vigdísar sem opnuð verður á neðri hæð hússins. Sýningin hefur að geyma hátíðarklæðnað Vigdísar. Aþena Vigdís og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Hulda Margrét Skrúði er gamalt og gott íslenskt orð sem aðallega hefur verið notað um embættisbúning presta eða biskupa en einnig yfir íburðamikinn spariklæðnað eða skrautklæði. Orðið er líka vel þekkt í samhenginu „að mæta í fullum skrúða“ og er þar átt við sérlega glæsilegan fatnað. Þótt mælskulist Vigdísar og leiðtogahæfileikar hafi vakið virðingu á heimsvísu þá vakti klæðaburður hennar ekki síður mikla athygli, að því er segir í kynningu Loftskeytastöðvarinnar. Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á 60 ára afmælishátíð Menntaskólans að Laugarvatni 12. apríl 2013. Hér er hún með fráfarandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ólíkt dökku jökkunum sem einkenndu karlkyns starfsbræður hennar sótti Vigdís í bjarta liti og fínlegar línur og notaði fatnað sem djarfa og ígrundaða tjáningu á persónuleika sínum. Hælaháir skór styrktu nærveru hennar og klæðavalið miðlaði sjálfstrausti, sérstöðu og höfnun á hefðbundnum hugmyndum um yfirvald,“ segir um sýninguna. „Fötin sem hún klæddist sameinuðu alþjóðlega tísku og íslenska hönnun og spegluðu þannig bæði glæsileika og þjóðarstolt. Hvort sem það var við opinberar athafnir eða á alþjóðlegum vettvangi þá valdi hún fatnað sem var ekki aðeins fágaður heldur einnig þægilegur því hún vissi að góð líðan er grundvöllur sjálfstrausts og yfirvegunar.“ Vigdís Finnbogadóttir heima hjá sér í Aragötu í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir Vigdísi hafi tíska aldrei verið léttvæg. „Hún var framlenging á hennar ímynd sem leiðtogi – leið til að tjá styrk, nálægð og þróun sjálfsmyndar hins unga sjálfstæða ríkis, Íslands.“ Sýningin stendur til 26. apríl og opið frá klukkan 13 til 17. Aðgangur verður ókeypis dagana 15. til 17. apríl. Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Vigdís varð fyrsta konan í heiminum sem var lýðræðislega kjörin þjóðhöfðingi og ruddi þar braut fyrir konur um allan heim. En Vigdís var miklu meira en bara tákn sem forseti. Hún var hugsjónakona sem lét til sín taka í menningarmálum, tungumálaumhverfi og þjóðarsál. Vigdís Finnbogadóttir hefur lagt mikla áherslu á gott íslenskt mál og lestur. Hún er mikill áhugamaður um listir.Vísir/Vilhelm Vigdís fæddist í Reykjavík þann 15. apríl árið 1930. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og lagði síðar stund á frönsku, leiklist og kennslufræði í Frakklandi, Danmörku og Íslandi. Hún kenndi frönsku við Háskóla Íslands, stýrði sjónvarpsþáttum um franska tungu og stýrði síðar Leikfélagi Reykjavíkur. Árið 1980 bauð hún sig fram til forseta og vann nokkuð óvæntan og sögulegan sigur með rétt rúmlega 33% atkvæða í fjögurra manna kjöri. Svör hennar við hinum ýmsu spurningum í forsetaslagnum vöktu athygli. Ekki þótti öllum viðeigandi að einstæð móðir yrði forseti en Vigdís svaraði spurningum fólks af yfirvegun og líklega aldrei betur en þegar hún sagðist nú ekki hafa séð fyrir sér að vera með alla þjóðina á brjósti. Frú Vigdís á svölum Alþingishússins.vísir/stefán Hún vann hug og hjörtu landsmanna og fannst mörgum sem henni tækist að sameina þjóðina. Hún átti ótrúlegt lag á að ná til fólks, hlusta, hlæja og tala máli þeirra sem oft fengu ekki rödd. Í forsetatíð sinni, sem stóð í fjögur kjörtímabil eða 16 ár, var Vigdís óþreytandi í að lyfta íslenskri menningu og máli hátt á loft. Hún ferðaðist um allan heim, hvatti til verndar tungumála og talaði íslensku við hvert tækifæri, hvort sem það var í Frakklandi eða Fiji. Hún varð sérstakur sendiherra UNESCO fyrir tungumál og menningu og beitti sér fyrir mikilvægi tungumáls sem burðarása í sjálfsmynd þjóða. Eftir forsetatíðina lét hún ekki af hendi verkfærin. Hún stofnaði alþjóðlegt tungumálasetur við Háskóla Íslands og hélt áfram að starfa ötullega á sviði menningar og fræðslu. Hún naut mikillar virðingar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hefur hlotið ótal heiðursviðurkenningar – þar á meðal riddarakrossa og doktorsnafnbætur frá virtum háskólum víða um heim. Það sem þó stendur líklega sterkast eftir er hvernig hún breytti viðhorfum – ekki bara til kvenna í valdastöðum heldur til þess hvað forseti getur verið: manneskja, hlustandi og hlæjandi. Hún mótaði forsetaembættið af nýrri mýkt og mennsku sem þjóðin hefur ekki gleymt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gefur Vigdís ekki kost á viðtölum í tilefni tímamótanna. Hún hefur þó sent frá sér yfirlýsingu. „Eitt af ævintýrum lífs míns fólst í því að gegna æðsta og virtasta embætti þjóðarinnar um sextán ára skeið. Á þeirri vegferð varð mér tíðrætt um þau sameiginlegu verðmæti, sem fólgin eru í okkar fagra landi og þeirri menningu sem mannlíf hefur þróað hér í aldanna rás. Þessi verðmæti eru okkur svo mikilvæg og nátengd, að við leiðum ekki hugann að þeim daglega. Rétt eins og andrúmsloftið sem við öndum að okkur, hættir okkur til að líta á óspillta náttúru landsins og íslenska menningu sem sjálfsagðan hlut. En svo er um hvorugt. Þessi verðmæti geta glatast með andvaraleysi á skömmum tíma. Íslensk menning er málsvari friðar og frelsis og hefur verið vettvangur framúrskarandi bókmenntaafreka fámennrar þjóðar. Íslensk tunga er hins vegar sálin í íslenskri menningu. Hún er verkfæri okkar til hugsunar og samskipta og áhald og efniviður þess fegursta sem íslenskar bókmenntir hafa upp á að bjóða. Ég á því enga ósk heitari en þá, að þjóðin beri gæfu til þess að standa vörð um náttúru landsins og íslenska tungu um ókomin ár.“ Loftskeytastöðin við hliðina á Veröld Vigdísar fagnar afmælinu með sýningunni Skrúði Vigdísar sem opnuð verður á neðri hæð hússins. Sýningin hefur að geyma hátíðarklæðnað Vigdísar. Aþena Vigdís og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Hulda Margrét Skrúði er gamalt og gott íslenskt orð sem aðallega hefur verið notað um embættisbúning presta eða biskupa en einnig yfir íburðamikinn spariklæðnað eða skrautklæði. Orðið er líka vel þekkt í samhenginu „að mæta í fullum skrúða“ og er þar átt við sérlega glæsilegan fatnað. Þótt mælskulist Vigdísar og leiðtogahæfileikar hafi vakið virðingu á heimsvísu þá vakti klæðaburður hennar ekki síður mikla athygli, að því er segir í kynningu Loftskeytastöðvarinnar. Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á 60 ára afmælishátíð Menntaskólans að Laugarvatni 12. apríl 2013. Hér er hún með fráfarandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ólíkt dökku jökkunum sem einkenndu karlkyns starfsbræður hennar sótti Vigdís í bjarta liti og fínlegar línur og notaði fatnað sem djarfa og ígrundaða tjáningu á persónuleika sínum. Hælaháir skór styrktu nærveru hennar og klæðavalið miðlaði sjálfstrausti, sérstöðu og höfnun á hefðbundnum hugmyndum um yfirvald,“ segir um sýninguna. „Fötin sem hún klæddist sameinuðu alþjóðlega tísku og íslenska hönnun og spegluðu þannig bæði glæsileika og þjóðarstolt. Hvort sem það var við opinberar athafnir eða á alþjóðlegum vettvangi þá valdi hún fatnað sem var ekki aðeins fágaður heldur einnig þægilegur því hún vissi að góð líðan er grundvöllur sjálfstrausts og yfirvegunar.“ Vigdís Finnbogadóttir heima hjá sér í Aragötu í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir Vigdísi hafi tíska aldrei verið léttvæg. „Hún var framlenging á hennar ímynd sem leiðtogi – leið til að tjá styrk, nálægð og þróun sjálfsmyndar hins unga sjálfstæða ríkis, Íslands.“ Sýningin stendur til 26. apríl og opið frá klukkan 13 til 17. Aðgangur verður ókeypis dagana 15. til 17. apríl.
Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira