Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2015 19:41 Stjórnarandstaðan hefur sent Evrópusambandinu bréf þar sem það er áréttað að þingsályktunartillaga Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu standi enn þrátt fyrir bréf utanríkisráðherra frá því í gær. Alþingi hafi ekki ógilt þá ályktun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ákvörðunartöku í jafn stóru máli og þessu. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir því á fundi með forseta Alþingis í morgun að þingfundur yrði haldinn þegar í dag um málið. En forseti hafnaði því. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta í þingveislu á hótel Sögu í kvöld. „Ætli orðið sé ekki ómöguleiki. Það er engin stemming í okkar hópi til að mæta og skemmta sér í ljósi þeirra tíðinda sem hér hafa orðið,“ segir Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar og undir þetta sjónarmið hans taka allir þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar. „Hér er mjög hörð atlaga að þingræðinu, að þessari samkundu hér og það er bara ekki hægt að láta eins og ekkert sé og fara út að skemmta sér,“ segir Róbert. „Stemmingin hér er náttúrlega við frostmark hér í húsinu. Það er ljóst að fólk er komið í alveg nýja stöðu. Forseti þingsins tekur ákvörðun um það í dag í raun og veru að loka þingsalnum fyrir tuttugu og fimm þingmönnum sem óska eftir því að þessi stóra ákvörðun sé rædd. Og við erum öll sammála um að hér er vegið mjög alvarlega að þingræðinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna.Ekki hægt að brjóta lög og boða til veislu „Það er ekki hægt að brjóta lög um fund í utanríkismálanefnd og neita mönnum um þingfund en bjóða svo í partý í staðinn. Þetta er einfaldlega þannig að við þurfum núna að einbeita okkur að því að verja fullveldi Alþingis og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin spilli samskiptum okkar við Evrópusambandið með varanlegum hætti.,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að bréf utanríkisráðherra væri einungis árétting á stefnu ríkisstjórnarinnar. Það fæli ekki í sér neina stefnubreytingu og aðildarumsóknin hefði ekki verið dregin til baka með þessu bréfi. Stjórnarandstaðan ákvað síðan í dag að senda Evrópusambandinu annað bréf þar sem áréttað er það samdóma álit hennar að þingsályktunin frá 2009 sé enn í gildi og þar með umsóknin. Hins vegar segir í bréfi utanríkisráðherra að ríkisstjórnin ætlist til að stefna hennar yfirtaki allar fyrri skuldbindingar Íslendinga í tengslum við aðildarviðræðurnar. Þingflokksformaður Pírata segir málið snúast um stöðu Alþingis í stjórnskipan landsins. „Við erum í raun að rökræða 1. grein stjórnarskrárinnar sem er mikilvægasta greinin í mikilvægustu lögum landsins. Sem er: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Á meðan það er eitthvað óljóst með það eigum við að vera að ræða það hér uppi í þingsal. En þeim fundi hefur verið hafnað af forseta sem í mínum huga er mikill trúnaðarbrestur,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata.Þingflokkum stjórnarinnar haldið frá ákvörðun Ríkisstjórnin samþykkti bréf utanríkisráðherra á þriðjudag og hann afhenti bréfið síðan á fundi í Slóvakíu í gær, sama dag og utanríkismálanefnd fundaði án þess að vita af málinu og svo virðist sem málinu hafi verið haldið frá þingflokkum stjórnarflokkanna. Hver var aðkoma þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessari ákvörðun? „Hún er í raun engin en formaður flokksins boðaði til þingflokksfundar í gær og tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Það hefði verið farsælla í jafn stóru máli þar sem ólíkar skoðanir og hagsmunir væru innan flokks og utan að þing og þjóð kæmi að málinu. „Og stjórnmálamenn þar af leiðandi stæðu við loforð þar að lútandi,“ segir Ragnheiður.Þá ertu að tala um formenn stjórnarflokkanna auðvitað líka?„Ég er að tala um þá stjórnmálamenn sem hafa lofað því að bera þetta undir þjóðaratkvæðagreiðslu og ljúka því máli með einum eða öðrum hætti,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar væru jafn hlynntir því og stuðningsmenn að fá að taka ákvörðun í þessu máli. Í hennar huga stæði þingsályktunartillagan frá árinu 2009. „Og það getur enginn dregið þá þingsályktunartillögu til baka, enginn, nema Alþingi sjálft. Það á við í mínum huga um allar þingsályktunartillögur þó svo að þær hafi aðra stöðu en frumvörp sem verða að lögum. Þá er þetta ákvörðun þings og þingið sjálft verður að kalla þá ákvörðun til baka,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Alþingi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sent Evrópusambandinu bréf þar sem það er áréttað að þingsályktunartillaga Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu standi enn þrátt fyrir bréf utanríkisráðherra frá því í gær. Alþingi hafi ekki ógilt þá ályktun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ákvörðunartöku í jafn stóru máli og þessu. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir því á fundi með forseta Alþingis í morgun að þingfundur yrði haldinn þegar í dag um málið. En forseti hafnaði því. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta í þingveislu á hótel Sögu í kvöld. „Ætli orðið sé ekki ómöguleiki. Það er engin stemming í okkar hópi til að mæta og skemmta sér í ljósi þeirra tíðinda sem hér hafa orðið,“ segir Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar og undir þetta sjónarmið hans taka allir þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar. „Hér er mjög hörð atlaga að þingræðinu, að þessari samkundu hér og það er bara ekki hægt að láta eins og ekkert sé og fara út að skemmta sér,“ segir Róbert. „Stemmingin hér er náttúrlega við frostmark hér í húsinu. Það er ljóst að fólk er komið í alveg nýja stöðu. Forseti þingsins tekur ákvörðun um það í dag í raun og veru að loka þingsalnum fyrir tuttugu og fimm þingmönnum sem óska eftir því að þessi stóra ákvörðun sé rædd. Og við erum öll sammála um að hér er vegið mjög alvarlega að þingræðinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna.Ekki hægt að brjóta lög og boða til veislu „Það er ekki hægt að brjóta lög um fund í utanríkismálanefnd og neita mönnum um þingfund en bjóða svo í partý í staðinn. Þetta er einfaldlega þannig að við þurfum núna að einbeita okkur að því að verja fullveldi Alþingis og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin spilli samskiptum okkar við Evrópusambandið með varanlegum hætti.,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að bréf utanríkisráðherra væri einungis árétting á stefnu ríkisstjórnarinnar. Það fæli ekki í sér neina stefnubreytingu og aðildarumsóknin hefði ekki verið dregin til baka með þessu bréfi. Stjórnarandstaðan ákvað síðan í dag að senda Evrópusambandinu annað bréf þar sem áréttað er það samdóma álit hennar að þingsályktunin frá 2009 sé enn í gildi og þar með umsóknin. Hins vegar segir í bréfi utanríkisráðherra að ríkisstjórnin ætlist til að stefna hennar yfirtaki allar fyrri skuldbindingar Íslendinga í tengslum við aðildarviðræðurnar. Þingflokksformaður Pírata segir málið snúast um stöðu Alþingis í stjórnskipan landsins. „Við erum í raun að rökræða 1. grein stjórnarskrárinnar sem er mikilvægasta greinin í mikilvægustu lögum landsins. Sem er: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Á meðan það er eitthvað óljóst með það eigum við að vera að ræða það hér uppi í þingsal. En þeim fundi hefur verið hafnað af forseta sem í mínum huga er mikill trúnaðarbrestur,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata.Þingflokkum stjórnarinnar haldið frá ákvörðun Ríkisstjórnin samþykkti bréf utanríkisráðherra á þriðjudag og hann afhenti bréfið síðan á fundi í Slóvakíu í gær, sama dag og utanríkismálanefnd fundaði án þess að vita af málinu og svo virðist sem málinu hafi verið haldið frá þingflokkum stjórnarflokkanna. Hver var aðkoma þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessari ákvörðun? „Hún er í raun engin en formaður flokksins boðaði til þingflokksfundar í gær og tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Það hefði verið farsælla í jafn stóru máli þar sem ólíkar skoðanir og hagsmunir væru innan flokks og utan að þing og þjóð kæmi að málinu. „Og stjórnmálamenn þar af leiðandi stæðu við loforð þar að lútandi,“ segir Ragnheiður.Þá ertu að tala um formenn stjórnarflokkanna auðvitað líka?„Ég er að tala um þá stjórnmálamenn sem hafa lofað því að bera þetta undir þjóðaratkvæðagreiðslu og ljúka því máli með einum eða öðrum hætti,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar væru jafn hlynntir því og stuðningsmenn að fá að taka ákvörðun í þessu máli. Í hennar huga stæði þingsályktunartillagan frá árinu 2009. „Og það getur enginn dregið þá þingsályktunartillögu til baka, enginn, nema Alþingi sjálft. Það á við í mínum huga um allar þingsályktunartillögur þó svo að þær hafi aðra stöðu en frumvörp sem verða að lögum. Þá er þetta ákvörðun þings og þingið sjálft verður að kalla þá ákvörðun til baka,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Alþingi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira